Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   þri 14. nóvember 2017 19:04
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Jón Guðni maður leiksins
Icelandair
Jón Guðni stóð sig vel í leiknum í dag.
Jón Guðni stóð sig vel í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér að neðan má sjá einkunnagjöfina úr vináttulandsleiknum gegn Katar sem fram fór í Doha í dag. Lestu nánar um leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli en Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands.

Ögmundur Kristinsson 7
Lék fyrri hálfleikinn og gerði það mjög vel. Tók flotta vörslu.

Diego Jóhannesson 4
Lék fyrstu 65 mínúturnar. Var því miður of tæpur varnarlega og augljóst að hann er ekki kominn alveg inn í skipulag liðsins.

Jón Guðni Fjóluson 7
Fékk að sýna sig í heilum leik og gerði það mjög vel.

Ragnar Sigurðsson 7
Lék fyrri hálfleikinn og komst mjög vel frá sínu. Traustur að vanda.

Ari Freyr Skúlason 6
Fínn leikur hjá Ara og hann naut sín ágætlega sem vængbakvörður, kemur ekki á óvart.

Rúrik Gíslason 7
Vann skallabolta í aðdragandanum að marki Viðars.

Rúnar Már Sigurjónsson 6
Átti ágætan leik á miðjunni.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Var með fyrirliðabandið í dag og átti sendinguna inn a´teiginn sem skóp mark Viðars.

Arnór Smárason 6
Komst þokkalega frá sínu á miðjunni.

Arnór Ingvi Traustason 5
Náði ekki að sýna sínar bestu hliðar og líklegt að döpur leikæfing sé að hrjá hann.

Viðar Örn Kjartansson 7
Spilaði fyrri hálfleikinn. Var heimamönnum nokkuð erfiður ljár í þúfu og kláraði frábærlega þegar hann skoraði sitt annað landsliðsmark.

Varamenn:

Ingvar Jónsson 6
Njarðvíkingurinn lék seinni hálfleikinn og stóð fyrir sínu.

Hjörtur Hermannsson 6
Lék seinni hálfleik og gerði það ágætlega

Sverrir Ingi Ingason 5
Lék seinni hálfleik. Fór úr stöðu í jöfnunarmarki Katar.

Kjartan Henry Finnbogason 6
Lék seinni hálfleik. Við lágum til baka og Kjartan fékk úr litlu að moða

Theodór Elmar Bjarnason 6
Kom inn sem varamaður á 65. mínútu og gerði fína hluti.

Aron Einar Gunnarsson -
Lék of stutt til að fá einkunn en ávallt gaman að sjá hann inni á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner