Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   lau 15. júní 2024 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Garnacho og Di Maria í landsliðshópi Argentínu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Argentína er búin að tilkynna leikmannahópinn sem mætir til leiks í Copa América sem er haldið í Bandaríkjunum í ár.

Mótið hefst 21. júní og munu Lionel Messi og félagar reyna að verja titilinn sem þeir unnu fyrir þremur árum síðan.

Hinn 36 ára gamli Messi, sem verður 37 ára eftir tíu daga, er að sjálfsögðu í landsliðshópnum og ber hann fyrirliðaband Argentínu.

Angel Di Maria er einnig í leikmannahópinum ásamt hinum bráðefnilega Alejandro Garnacho.

Það eru þónokkrir úrvalsdeildarleikmenn í hópnum, þar sem Emiliano Martinez, Lisandro Martinez, Cristian Romero, Gonzalo Montiel, Enzo Fernandez, Alexis Mac Allister, Giovani Lo Celso og Julián Álvarez fara allir með til Bandaríkjanna.

Það vekur þó athygli að Valentín Barco og Ángel Correa, leikmenn Brighton og Atlético Madrid, fara ekki með. Þá er heldur ekkert pláss fyrir Marcos Senesi eða Facundo Buonanotte í hópnum.

Markverðir: Emiliano Martinez (Aston Villa), Franco Armani (River Plate), Geronimo Rulli (Ajax)

Varnarmenn: Gonzalo Montiel (Nottingham Forest), Nahuel Molina (Atletico Madrid), Cristian Romero (Tottenham Hotspur), German Pezzella (Real Betis), Lucas Martinez Quarta (Fiorentina), Nicolas Otamendi (Benfica), Lisandro Maritnez (Manchester United), Marcos Acuna (Sevilla), Nicolas Tagliafico (Lyon)

Miðjumenn: Guido Rodriguez (Real Betis), Leandro Paredes (Roma), Alexis Mac Allister (Liverpool), Rodrigo De Paul (Atletico Madrid), Exequiel Palacios (Bayer Leverkusen), Enzo Fernandez (Chelsea), Giovani Lo Celso (Tottenham Hotspur)

Sóknarmenn: Angel Di Maria (Benfica), Valentin Carboni (Monza), Lionel Messi (Inter Miami), Alejandro Garnacho (Manchester United), Nicolas Gonzalez (Fiorentina), Lautaro Martinez (Inter Milan), Julian Alvarez (Manchester City)
Athugasemdir
banner
banner