Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mán 16. október 2017 17:39
Elvar Geir Magnússon
Óli Kalli: Hann vakti mig og sagði að ég væri snarklikkaður
Ólafur Karl Finsen mættur í rautt.
Ólafur Karl Finsen mættur í rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tilkynntu áðan að Ólafur Karl Finsen væri genginn í raðir félagsins frá Stjörnunni.

Ólafur er ánægður með að vera kominn í herbúðir Vals og segir að samband sitt við Stjörnuna hafi í raun verið komið á endastöð í bili. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hringdi í nafna sinn fyrr í dag.

„Þetta er lítið land og ég vissi af áhuga frá mörgum liðum. Það var ekki fyrr en Óli Jó vekur mig í morgun... eða í morgun, klukkan var ellefu. Hann seldi mér þetta strax. Hann sagði við mig að ég væri góður í fótbolta og væri snarklikkaður, þess vegna vildi hann fá mig. Það heillaði mig mikið. Ég er ekki einu sinni búinn að lesa samninginn yfir," segir Ólafur.

Var hann ósáttur hjá Stjörnunni?

„Svona er bara lífið. Sambönd enda. Það er ekki gaman en manni þykir samt vænt um félagið. Þetta er samt bara fótbolti, ekkert persónulegt. Fyrir mér var þetta samband bara búið, og fyrir þeim líka. Það er ekkert „grudge" frá mér. Þetta var bara orðið þreytt og súrt og ég upplifði mig oft sem bleika fílinn. Mér fannst ég stundum fyrir. Það var margt sem ég gerði vitlaust og margt gott. Stundum vann það bæði á móti mér. Maður bara lifir og lærir. Ég er mjög ánægður með að vera kominn í Val."

„Ég átta mig alveg á því að þetta er risafélag með mikla sögu. Það er mikil gleði og ég er hrikalega spenntur og ánægður. Það er metnaður í klúbbnum og ég hef líka mikinn metnað."

Þetta skemmtilega viðtal má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir