Ólafur Karl Finsen var kynntur sem nýr leikmaður Vals á fréttamannafundi á Hlíðarenda rétt í þessu. Þessi 25 ára sóknarleikmaður kemur frá Stjörnunni, uppeldisfélagi sínu.
Ólafur hefur leikið með meistaraflokki Stjörnunnar frá 2010, fyrir utan sumarið 2012 þegar hann var hjá Selfossi á lánssamningi.
Ólafur hefur leikið með meistaraflokki Stjörnunnar frá 2010, fyrir utan sumarið 2012 þegar hann var hjá Selfossi á lánssamningi.
Hann var algjör lykilmaður þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari 2014, þá skoraði hann 11 mörk í 21 leik. Á liðnu tímabili kom hann við sögu í tólf leikjum og skoraði eitt mark. Meiðsli hömluðu honum stóran hluta tímabilsins.
Ólafur er fyrsti leikmaðurinn sem Valur fær til sín eftir að félagið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á liðnu tímabili.
Hann gerði þriggja ára samning við Valsmenn.
Börkur Edvardsson, formaður Vals, sagði ekkert launungarmál að Valsmenn hafi reynt að tryggja sér Ólaf í sumar en það hafi ekki gengið.
Viðtöl við Ólaf og Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfara koma inn á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir