Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. júlí 2017 17:01
Arnar Daði Arnarsson
Sara Björk: Vel hægt að skora gegnum Frökkum
Sara á fréttamannafundi Íslands í dag.
Sara á fréttamannafundi Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á EM í Hollandi annað kvöld þegar liðið mætir Frakklandi. Leikurinn hefst klukkan 18:45.

Íslenska liðið hefur ekki skorað mark í síðustu þremur leikjum sínum fyrir Evrópumótið og þá hefur Ísland aðeins skorað þrjú mörk á síðustu tveimur stórmótum.

Frakkland hefur að skipa frábæru varnarliði og það sýnir það til að mynda að liðið fékk ekki á sig mark í undankeppninni.

„Í seinustu leikjum höfum við skapað okkur færi og það er vel hægt að skora gegnum Frökkum. Þá bíður nýja kerfið okkar upp á að við getum skapað okkur færi. Við þurfum að nýta þau færi sem við fáum," sagði landsliðsfyrirliðinn, Sara Björk Gunnarsdóttir aðspurð út í það, hvernig Ísland ætlar að skora gegn Frökkum annað kvöld.

Sara Björk sat fyrir svörum á fréttamannafundi síðdegis í dag ásamt Frey Alexanderssyni og Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Freyr segir að liðið muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að skora á morgun.

„Það hefur ekki vantað upp á færin hjá okkur og við höfum spilað vel síðustu leiki. Frakkland er með frábært varnarlið og við þurfum að nýta þau færi sem við fáum. Þau verða kannski ekki mörg," segir Freyr.

Hann segir að mikil áhersla hafi verið á færanýtingu á æfingum liðsins.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner