Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
Enski boltinn - Björn Bragi gestur og svört jól í Manchester
Hugarburðarbolti GW 17 Liverpool á toppnum um jólin! Er Pep ráðalaus?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Tveggja Turna Tal - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Fylkir vs Fótbolti.net
Hugarburðarbolti GW 16 Er Amad Diallo næsta ofurstjarna Man Utd?
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Tveggja Turna Tal - Helgi Jónas Guðfinnsson
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Stöð 2 vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti GW 15 Cole Palmer bætti met!
Enski boltinn - Óreiða á Old Trafford og stærstu mistök Guardiola
Tveggja Turna Tal - Teitur Þórðarson
Útvarpsþátturinn - Stjörnumaðurinn Andri og Elías um brjálæðið á Skaganum
Hugarburðarbolti Þáttur 15 GW14 Er Mo Salah besti knattspyrnumaður heims?
Enski boltinn - Er Ödegaard þá Charlie Adam?
Tveggja Turna Tal - Kristján Ómar Björnsson
   mán 18. apríl 2016 14:45
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Þetta mót verður eins og enska deildin
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru miklar mannabreytingar hjá okkur í ár. Við höfum misst 7-8 leikmenn og fengið aðra í staðinn. Það verður áskorun að búa til gott lið út úr þessu," sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis við Fótbolta.net í dag en liðinu er spáð 9. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Við lentum í 6. sæti í fyrra og viljum klárlega gera betur. Hópurinn er öflugur, byrjunarliðið verður öflugt og við erum með stóran og góðan hóp sem er betri en í fyrra. Í fyrra enduðum við í sjötta sæti, en ekki ofar, af því að við lentum í smá skakkaföllum. Við erum tilbúnari í þá baráttu núna."

Millibils ár
Sex erlendir leikmenn hafa gengið til liðs við Fjölni frá áramótum en Ágúst taldi það nauðsynlegt til að styrkja hópinn.

„Í haust fórum við yfir það hvað þyrfti að gera til að bæta árangurinn síðan í fyrra. Það gekk ekki að fá Íslendinga inn svo við þurftum að leita erlendis til að styrkja hópinn. Þetta er ákveðið millibils ár því að það eru efnilegir strákar að koma upp og þeir verða klárir á næsta ári. Þeir munu líka fá fullt af mínútum í sumar."

„Þetta er í fyrsta skipti sem Fjölnir er með svona marga útlendinga og við þurfum að taka það jákvæða úr því. Þeir koma hingað sem atvinnumenn og ungu strákarnir geta lært af þeim. Þeir eru að taka aukaæfingar og þeir læra á þessu. Okkar strákar fá meiri samkeppni og ganga ekki inn í liðið. Þetta er jákvætt fyrir alla."

Íslensku leikmennirnir ekki viljað koma
Ágúst segir að Fjölnismenn hafi fyrst leitað fyrir sér á leikmannamarkaðinum innanlands en að það hafi ekki borið árangur.

„Íslensku strákarnir hafa ekki viljað koma til okkar. Ég veit ekki hvort það séu laun, þjálfarinn, félagið eða hvað það er. Heilt yfir eru útlendingar af þessari getu ódýrari en Íslendingarnir. Það er ástæða þess að við förum erlendis."

Guðmundur Karl Guðmundsson tók við fyrirliðabandinu á dögunum eftir að Bergsveinn Ólafsson fór í FH.

„Við erum með fullt af fyrirliðum í liðinu. Við erum með Óla Palla, Gunna Má, Þórð, Gumma Bö. Í raun eru 7-8 fyrirliðar í þessu liði. Sá sem ber bandið er ekki númer 1, 2 og 3. Gummi Kall varð fyrir valinu og ber það með sóma. Flottur Fjölnisstrákur þar á ferð."

Guðmundur Karl er einn fjölhæfasti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni en hann hefur spilað á kanti, miðju og í bakverði undanfarin ár.

„Hann er góður markaskorari og ætli það verði ekki hans hlutskipti að vera framarlega á vellinum. Hann getur líka leyst vinstri bakvörðinn og verður settur þangað ef við lendum í vandræðum."

Tími litlu liðanna
Ágúst telur að mótið í ár verði jafnt og spennandi og að óvænt úrslit geti litið dagsins ljós.

„Þetta mót verður svolítið eins og enska deildin. Liðin eru að vinna hvort annað og ég held að það verði reyndin í sumar. Það verða ekki stóru liðin sem hala inn stigum. Þetta verður mjög forvitnilegt. Ég held að þetta verði tími litlu liðanna og liðsheildarinnar."

„Ísland, Wales og Norður-Írland eru komin á EM og liðsheildin er sterkari en einstaklingurinn. Við erum að reyna að búa til liðsheild úr mismunandi leikmönnum og hvort að við náum því verður að koma í ljós. Það verða 4-5 stór lið sem verða sterk en þau þurfa að fara varlega inn í tímabilið. Það er ekkert gefið í þessu."


Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner