Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 18. apríl 2016 14:15
Magnús Már Einarsson
Lykilmaðurinn: Á markmannsstöðuna eftir
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fjölnir
Guðmundur Karl Guðmundsson.
Guðmundur Karl Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að vissu leyti kemur þetta á óvart. Sérstaklega ef maður horfir á gengi liðsins á síðasta tímabili sem var nokkuð góður. Aftur á móti hafa verið mjög miklar breytingar í leikmannamálum þannig maður skilur að vissu leyti þessa spá. Vonandi náum við bara að gera betur en spáin segir til um," segir Guðmundur Karl Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, en liðinu er spáð níunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

Fjölnismenn mæta með mikið breytt lið frá því í fyrra en Guðmundur Karl verður lykilmaður hjá liðinu í sumar að mati Fótbolta.net. Sex erlendir leikmenn hafa samið við Fjölni í vetur en hvernig hefur gengið að stilla saman strengina?

„Það hefur gengið ágætlega. Spilamennskan hefur farið vaxandi hjá okkur þegar liðið hefur á veturinn. Nú þegar leikmannahópurinn er að mestu leyti orðinn klár þá er þetta farið að líta bara nokkuð vel út að mínu mati. Ég er fullur bjartsýni á komandi sumar og vonandi náum við að spila skemmtilegan bolta og næla í sigra í leiðinni," sagði Guðmundur Karl sem setur stefnuna hátt í sumar.

„Við ætlum okkur að halda áfram að bæta árangur félagsins. Höfum alltaf bætt árangur liðsins síðustu ár þannig topp 4 væri að mínu mati sá staður sem Fjölnir ætti að enda á í lok sumars. Einnig ætlum við að gera vel í bikarnum. Það er fátt sem jafnast á við gott bikarævintýri. Löngu kominn tími á annað slíkt í Grafarvoginum."

Guðmundur Karl er nýr fyrirliði Fjölnis en hann tekur við bandinu af Bergsveini Ólafssyni sem fór í FH í vetur. „Mér líst bara nokkuð vel á að taka við fyrirliðabandinu hjá Fjölni. Þetta er auðvitað mikil ábyrgðarstaða en ég er fullur tilhlökkunar fyrir þessu nýja verkefni. Fyrst og fremst er ég stoltur að hafa verið valinn til að bera bandið fyrir Fjölni."

Guðmundur Karl er afskaplega fjölhæfur leikmaður en hann hefur spilað víðsvegar á vellinum með Fjölni.

.„Ég hef síðustu ár leyst flestar stöður á vellinum en á þó markmannsstöðuna eftir, sjáum til hvað gerist í sumar. En ég kann best við mig á miðjunni eða í sókninni. Lít á sjálfan mig sem miðjumann og mér finnst skemmtilegast að spila í holunni en annars er kanturinn ágætur líka," sagði Guðmundur Karl.
Athugasemdir
banner
banner
banner