„Ég er ekki þekktur sem fótboltafan en hef slysast á nokkra leiki og það er alltaf jafn gaman," segir tónlistamaðurinn Emmsjé Gati sem er í Tilsburg og er á leið á sinn fyrsta kvennalandsleik.
Gauti er að skemmta á stuðningsmannasvæðinu í þessum skrifuðu orðum og koma íslensku stuðningsfólki í gírinn fyrir leikinn stóra. Honum leið vel í sólinni í Tilburg.
„Það var fínt að komast úr rigningardrullunni sem hefur átt sér stað þetta sumarið."
Hvernig spáir Gauti leiknum?
„Eigum við ekki að segja 2-1. Það er leiðinlegt þegar það er engin spenna svo ég segi 2-1 í framlengingu. Ég vissi ekki hvað rangstaða var þegar ég fór síðast á fótboltaleik."
Það er ljóst að spá Emmsjé Gauta mun ekki rætast þar sem ekki er möguleiki á framlengingu í kvöld en viðtalið má sjá hér að ofan.
Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.
Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir