Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. maí 2015 21:09
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Toppliðin skoruðu fjórtán mörk á útivöllum
Blikastúlkur fagna marki í Mosfellsbæ.
Blikastúlkur fagna marki í Mosfellsbæ.
Mynd: Mosfellingur - Raggi Óla
Þremur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild kvenna þar sem Breiðablik, Valur og Stjarnan skoruðu samtals fjórtán mörk á útivelli

Afturelding stóð í Blikum og virtist vera að fá stig úr leiknum allt þar til á lokasprettinum þegar Blikastúlkur settu fjögur mörk á átta mínútna kafla.

Valur lenti ekki í erfiðleikum með KR og Stjarnan var komin þremur mörkum yfir gegn Fylki eftir tæpar 40 mínútur.

Breiðablik, Valur og Stjarnan eru á toppi deildarinnar með sex stig eftir tvær umferðir en KR og Afturelding eru ásamt Þrótti R. stigalaus í neðstu sætunum.

Fylkir er um miðja deild með þrjú stig eftir sigur gegn Selfyssingum í fyrstu umferð.

Afturelding 1 - 5 Breiðablik
1-0 Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir ('4)
1-1 Fanndís Friðriksdóttir ('56)
1-2 Svava Rós Guðmundsdóttir ('82)
1-3 Rakel Hönnudóttir ('85)
1-4 Fanndís Friðriksdóttir ('87)
1-5 Svava Rós Guðmundsdóttir ('90)

KR 0 - 5 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('31)
0-2 Katia Maanane ('43)
0-3 Vesna Elísa Smiljkovic ('62)
0-4 Vesna Elísa Smiljkovic ('75)
0-5 Elín Metta Jensen ('92)
Nánar um leikinn

Fylkir 0 - 4 Stjarnan
0-1 Ana Victoria Cate ('18)
0-2 Harpa Þorsteinsdóttir ('19)
0-3 Harpa Þorsteinsdóttir ('36)
0-4 Björg Gunnarsdóttir ('82)
Nánar um leikinn
Athugasemdir
banner