Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið
Hugarburðarbolti þáttur 16
Enski boltinn - Viltu að liðið þitt tapi?
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Útvarpsþátturinn - Böddi gestur og vangaveltur um Óskar Hrafn
Hugarburðarbolti Þáttur 15
Enski boltinn - Alveg búinn á því og hvar ræðst titilbaráttan?
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Hugarburðarbolti Þáttur 14
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
   sun 21. febrúar 2016 12:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Arnar Grétars: Örvænti ekkert þó stuðningsmenn séu stressaðir
Arnar Grétarsson á hliðarlínunni.
Arnar Grétarsson á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján hefur leikið sem vinstri bakvörður.
Davíð Kristján hefur leikið sem vinstri bakvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánverjinn Sergio Carrallo.
Spánverjinn Sergio Carrallo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar spjallar við Þórodd Hjaltalín dómara.
Arnar spjallar við Þórodd Hjaltalín dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 þar sem hann fór yfir stöðu mála hjá Kópavogsliðinu sem hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Rætt var um leikmannamál Breiðabliks en félagið tapaði baráttunni um Gary Martin fyrir Víkingi Reykjavík og hafa einhverjir stuðningsmenn Blika lýst yfir óánægju með það.

„Við erum samkvæmir sjálfum okkur í því þegar við ræðum við leikmenn og förum ekki fram úr okkur þegar kemur að launagreiðslum. Klárlega hefði ég viljað fá Gary Martin, hann er einn besti leikmaðurinn á Íslandi og það er frábært fyrir Víkinga að fá hann. En við fórum eins langt og við gátum og treystum okkur til en það gekk ekki. Það sem maður heyrir er að við höfum verið langt frá því sem hinir buðu og þá er ekki hægt að keppa við það," segir Arnar.

„Ég er ekkert að örvænta. Við erum að skoða í einar til tvær stöður sem við erum að skoða. Það þarf að vera virkilega spennandi til að við gerum eitthvað. Við erum með mikið af góðum knattspyrnumönnum og ef þú ætlar að sækja leikmann þá þarf hann að vera betri en þeir sem fyrir eru. Mín tilfinning að heilt yfir sé hópurinn sterkari en í fyrra en við þurfum kannski að bæta við einum."

Ef hurð lokast opnast önnur
Breiðablik er þekkt fyrir að framleiða unga leikmenn.

„Fyrir ári síðan þegar ég kom inn þá reyndum við að halda Finni Orra, sem er frábær leikmaður, en hann tók ákvörðun um að fara. Þá fékk annar ungur drengur tækifæri til að stíga upp, það er Oliver Sigurjónsson. Hann hefði kannski ekki fengið þetta tækifæri hefði Finnur verið áfram. Ég er þannig þenkjandi að ef það lokast einhver hurð þá opnast einhverjar aðrar þó maður er auðvitað drullusvekktur yfir að missa toppleikmenn," segir Arnar.

„Hugmyndafræði félagsins er sú að við viljum geta fóðrað liðið með mikið af uppöldum Blikum, það gefur augaleið. Það hlýtur að vera betra ef það er hægt. En það má ekki vera á kostnað gæða knattspyrnunnar. Ef uppöldu Blikarnir eru ekki nægilega góðir verðum við að sækja leikmenn. Það er alveg klár stefna."

Hvernig verið skarð Kristins Jónssonar fyllt?
Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson var einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar síðasta sumar en hann gekk svo í raðir Sarpsborg í Noregi. Ekki er enn ljóst hvernig skarð hans verður fyllt.

„Kiddi átti frábært tímabil og var einn besti leikmaður deildarinnar. Hans sterkasta hlið var sóknarleikurinn og við vorum það mikið með boltann í flestum leikjum að það nýttist vel. Þetta er hausverkur sem ég er að glíma við. Á þessum tímapunkti er gott að hafa langt undirbúningstímabil svo maður hefur tíma til að vinna í þessari stöðu og sjá hvernig þróunin verður. Ég hef ekki útilokað neitt enn," segir Arnar sem hefur verið að nota hinn tvítuga Davíð Kristján Ólafsson í þessari stöðu. Davíð er kantmaður að upplagi.

„Hann hefur allt til alls til að verða topp vinstri bakvörður ef hann er tilbúinn að breyta sér úr því að verða kantmaður og fara til baka. Þetta er öskufljótur, hávaxinn strákur með góðan vinstri fót. Mikill íþróttamaður. Þar er allt til alls til að verða alvöru bakvörður. Í gamla daga var litið svolítið niður á bakverðina en í dag er allt annað. Í alvöru liðum eru oft bestu mennirnir í bakvörðunum. Þetta eru gaurarnir sem eru að byrja sóknirnar og þurfa að geta sent boltann fyrir."

Held að Spánverjinn verði flottur
Annar af þeim leikmönnum sem Blikar hafa fengið til sín er Spánverjinn Sergio Carrallo sem getur að sögn Arnars spilað á báðum vængjum og sem sóknarmiðjumaður. Hann var á mála hjá Real Madrid.

„Hann hefur leikið fyrir varalið Real Madrid og allir sem fylgjast með knattspyrnu vita að þegar þú ert á mála hjá svona félagi hlýtur þú að kunna eitthvað í fótbolta. Mitt fyrsta umhugsunarefni þegar hann kom var hvort hann væri með rétta hugarfarið? Hvort það vantaði upp á vinnusemina en þetta er mjög flottur og duglegur strákur. Hann var ekki í góðu standi þegar hann kom en hann hefur tapað kílóum og er farinn að líta allt öðruvísi út. Hann hefur lagt rosalega mikið á sig og ég held að hann verði flottur," segir Arnar.

Þarf meiri tíma
Úrslitin hjá Breiðabliki á undirbúningstímabilinu þennan veturinn hafa ekki verið eins góð og í fyrra.

„Við höfum verið í aðeins meira basli núna en í fyrra með meiðsli og annað. Ég er ekkert að örvænta þó margir stuðningsmenn séu stressaðir því okkur hefur ekki gengið vel í undirbúningsleikjunum. Við erum að tapa fleiri leikjum og ég er aldrei ánægður með að tapa en ég hef trú á því að hægt og rólega séum við að komast á rétt ról því menn eru að leggja mikið á sig."

Blikar höfnuðu í öðru sæti í fyrra en ef þeir ætla að gera betur í ár er aðeins eitt sæti í boði, það efsta.

„Það er alveg rétt en það eru margir um það sæti. Það er bara skemmtilegt. Ég geri mér alveg grein fyrir því að við erum ekki með stærsta hópinn og ekki mesta fjármagnið en ég tel mig samt vera með það góðan hóp að geta keppt almennilega við þessi lið. Auðvitað þarftu að vera heppinn með meiðsli og annað svo það þarf margt að ganga upp til að ná alla leið. Í deildinni hér heima er enginn léttur leikur," segir Arnar.

Í viðtalinu var Arnar einnig spurður út í metnað að fara erlendis í þjálfun í framtíðinni en hann er með góð sambönd erlendis eftir atvinnumannaferilinn og eftir að hafa starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá AEK Aþenu og Club Brugge.

„Auðvitað kemur þetta til með að hjálpa mér í framtíðinni ef ég stend mig í því sem ég er að gera hér heima, það er klárt mál. Ég er ekkert að horfa í þetta eins og staðan er í dag af því að ég veit að ég þarf meiri tíma," segir Arnar Grétarsson en viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Hlustaðu á útvarpsþáttinn í heild sinni
Komnir/Farnir í Pepsi-deildinni
Athugasemdir
banner
banner