Dóra María að koma til baka eftir meiðsli
Pétur Pétursson þjálfari Vals, Elísa Viðarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Andri Steinn Birgisson aðstoðarþjálfari.
Fjórir leikmenn í kvennaliði Vals eru barnshafandi og óvíst er hversu mikið þær verða með á þessu tímabili. Landsliðskonurnar og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdóttur eru báðar óléttar eins og kom fram í lok síðasta árs en þær eiga von á börnum nú í vor.
Elísa og Margrét slitu báðar krossband á síðasta ári en hafa unnið sig til baka eftir þau meiðsli.
Elísa og Margrét slitu báðar krossband á síðasta ári en hafa unnið sig til baka eftir þau meiðsli.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, vonast til að Elísa og Margrét komi báðar eitthvað við sögu í sumar ef vel gengur.
„Ég á von á því að Elísa og Margrét Lára spili eitthvað, Margrét þá seint í sumar. Þetta er samt allt spurningamerki ennþá," sagði Pétur við Fótbolta.net í dag.
Hlíf Hauksdóttir og Vesna Elísa Smiljkovic eru einnig barnshafandi. Vesna skoraði sjö mörk í sextán leikjum í Pepsi-deidlinni í fyrra og Hlíf eitt mark í tólf leikjum.
Mist Edvardsdóttir, sleit krossband í annað skipti á einu ári á dögunum og verður ekki með Val í sumar vegna þeirra meiðsla.
Dóra María Lárusdóttir er hins vegar að hefja æfingar með Val að nýju eftir að hafa slitið krossband í landsleik í fyrra. Að sögn Péturs er möguleiki á að hún snúi aftur á fótboltavöllinn í maí ef allt gengur upp.
Pétur tók við þjálfun Vals síðastliðið haust en í dag var greint frá því að þrír erlendir leikmenn eru á leið til félagsins til að styrkja hópinn.
Sjá einnig:
Valur að fá þrjá erlenda leikmenn
Athugasemdir