Valur er að fá góðan liðsstyrk fyrir keppni í Pepsi-deild kvenna í sumar en þrír erlendir leikmenn eru á leið til félagsins.
Varnarmaðurinn Arianna Romero kemur frá Valerenga í Noregi, Teresa Noyola kemur frá FC Kibi í Japan og Crystal Thomas kemur frá Medkila Il í Noregi.
„Þær eiga eftir að fara í læknisskoðun og fá leikheimild en þær eru allar komnar til landsins og byrjaðar að æfa með okkur," sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Arianna þekkir til í íslenska boltanum því hún lék með ÍBV sumarið 2016. Hún hefur skorað eitt mark í 31 leik með mexíkóska landsliðinu á ferli sínum.
Varnarmaðurinn Arianna Romero kemur frá Valerenga í Noregi, Teresa Noyola kemur frá FC Kibi í Japan og Crystal Thomas kemur frá Medkila Il í Noregi.
„Þær eiga eftir að fara í læknisskoðun og fá leikheimild en þær eru allar komnar til landsins og byrjaðar að æfa með okkur," sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Arianna þekkir til í íslenska boltanum því hún lék með ÍBV sumarið 2016. Hún hefur skorað eitt mark í 31 leik með mexíkóska landsliðinu á ferli sínum.
Teresa spilar á miðjunni en hún á að baki 40 leiki með mexíkóska landsliðinu.
Crystal er bandariskur leikmaður sem spilar í fremstu stöðunum en hún lék í norsku úrvalsdeildinni síðari hlutann á síðasta tímabili.
Í fyrra voru mexíkósku leikmennirnir Ariana Catrina Calderon og Anisa Raquel Guajardo á mála hjá Val en þær eru báðar horfnar á braut. Ariana fór til Þór/KA og Anisa fór til Svíþjóðar.
Pétur Pétursson tók við þjálfun Vals síðastliðið haust en fyrr en fyrr í vetur kom landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir til félagsins.
Athugasemdir