Leikur KR og Víkings í úrslitum Lengjubikarsins hefst núna kl 19:15.
Víkingar unnu Val í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum eftir hörkuleik þar sem leikar fóru 2-2. KR-ingar fóru illa með Keflavík í sínum undanúrslitaleik og unnu nánast létt, 4-0.
Víkingar unnu Val í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum eftir hörkuleik þar sem leikar fóru 2-2. KR-ingar fóru illa með Keflavík í sínum undanúrslitaleik og unnu nánast létt, 4-0.
Byrjunarliðin eru hins vegar komin í hús og er ýmislegt áhugavert.
Í liði Víkings er Gary Martin, fyrrum leikmaður KR að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliðinu en hann skoraði þegar liðin mættust í riðlakeppninni í sömu keppni. Viktor Bjarki Arnarson og Iain Williamson fara á bekkinn en þeir voru saman á miðjunni gegn Val.
Hjá KR vekur athygli að nýjasti leikmaður þeirra fer beint í byrjunarliðið en það er Daninn Denis Fazlagic. Valtýr Már Michaelsson byrjar einnig en það er ungur strákur sem spilar í fjarveru Pálma Rafns sem er meiddur.
SMELLTU HÉR til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Byrjunarlið Víkings:
Róbert Örn Óskarsson
Igor Taskovic
Alex Freyr Hilmarsson
Gary John Martin
Dofri Snorrason
Arnþór Ingi Kristinsson
Stefán Þór Pálsson
Viktor Jónsson
Alexander Lowing
Ívar Örn Jónsson
Halldór Smári Sigurðsson
Byrjunarlið KR:
Stefán Logi Magnússon (M)
Morten Beck
Gunnar Þór Gunnarsson
Skúli Jón Friðgeirsson
Finnur Orri Margeirsson
Hólmbert Aron Friðjónsson
Morten Beck Andersen
Indriði Sigurðsson (F)
Denis Fazlagic
Valtýr Már Michaelsson'
Óskar Örn Hauksson
Athugasemdir