Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
Víkingur R.
0
2
KR
0-1 Óskar Örn Hauksson '46
0-2 Óskar Örn Hauksson '56
21.04.2016  -  19:15
Egilshöll
Lengjubikar karla - A deild Úrslit
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Stefán Þór Pálsson
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Alex Freyr Hilmarsson ('74)
9. Viktor Jónsson ('54)
10. Gary Martin
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('54)
22. Alan Lowing

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson ('74)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('54) ('76)
12. Kristófer Karl Jensson
13. Iain James Williamson ('76)
14. Bjarni Páll Runólfsson
15. Andri Rúnar Bjarnason ('54)
19. Stefán Bjarni Hjaltested

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('26)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR er Lengjubikarmeistari árið 2016

KR var heilt yfir betra liðið og er sigurinn verðskuldaður.
90. mín
Aron Bjarki fer vel upp hægri vænginn áður en hann á flotta sendingu á Axel sem nær skoti sem Róbert ver vel og Víkingar koma boltanum í horn.
90. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (KR) Út:Denis Fazlagic (KR)
Fazlagic með fínan fyrsta leik, átti ágætis spretti.

82. mín Gult spjald: Indriði Sigurðsson (KR)
Indriði spilar vel við samherja sína og ákveður að bregða sér í hlutverk fremsta mans, hann fær svo stungusendingu inn fyrir sem Róbert fer svo út í og rekast þeir saman og dæmd er aukaspyrna á Indriða, skemmtileg tilþrif hjá varnarmanninum samt sem áður.
78. mín
Igor Taskovic brýtur á Óskari Erni og fær svona svakalegt samviskubit fyrir vikið, hættir að spila, þó ekkert hafi verið dæmt og tekur utan um Óskar og biðst innilegrar afsökunar.
76. mín
Inn:Iain James Williamson (Víkingur R.) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Viktor Bjarki er tvisvar búinn að fara niður vegna meiðsla og nú er hann tekinn útaf.
74. mín
Gary Martin á skalla að marki sem Stefán Logi ver vel en búið að dæma á bakhrindingu hjá Gary.
74. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
72. mín
Óskar Örn Hauksson er kominn með bæði mörkin hér í kvöld en ég verð að hrósa Indriða Sigurðssyni sem er búinn að vera eins og klettur í vörninni. Morten Beck líka mjög góður.
71. mín
Milos hefur haft hægt um sig í seinni hálfleik en Helgi Sig reynir að stjórna leik Víkinga. Kallar og öskrar nánast án afláts, allan hálfleikinn.

68. mín
Aftur er Fazlagic að fá mikið pláss á vinstri vængnum og aftur reynir hann skot, nú fer það í Halldór Smára og í horn.
67. mín
Inn:Axel Sigurðarson (KR) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Einn af þessum ungu og efnilegu KR-ingum.
66. mín
Stefán Þór á sendingu á Dofra sem er að komast í færi en fyrsta snertingin var ekki nógu góð og Stefán Logi kemst í boltann.
65. mín
Fazlagic á fyrirgjöf á Morten Andersen sem nær að pota boltanum í áttina að marki en Róbert var vel á verði í markinu.
64. mín
KR-ingar sækja, boltinn fer á Fazlagic sem fær mikið pláss á vinstri vængnum. Hann reynir svo skot en það fer í Dofra sem var búinn að koma vel til baka.

61. mín
Viktor Bjarki er meiddur eftir eitthvað samstuð. Hann fær aðhlynningu.
60. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
60. mín
Róbert Örn fékk örugglega í magann þarna. Fazlagic kemst í fína stöðu og reynir að vippa yfir Róbert, hann var sem betur fer, hans vegna, vakandi og náði að grípa boltann.


57. mín
Alex Freyr reynir skot eftir hornspyrnu, skotið er afar gott en hafnar í stönginni. Víkingar svo nálægt því að gera þetta spennandi aftur.
56. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!

ÞVÍLÍK VITLEYSA!

Óskar Örn er á sínum eigin vallarhelmingi, sér að Róbert er framarlega í markinu og ákveður bara að láta vaða og viti menn. Boltinn fer í fallegum boga yfir Róbert Örn og í markið. ÞVÍLÍKT MARK. Ætti að handtaka hann fyrir þetta.
54. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Viktor Jónsson (Víkingur R.)
Viktor fyrir Viktor.

Ekki alveg besti leikur Viktors Jónssonar sem er búinn að vera sprækur á undirbúningstímabilinu.
54. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
50. mín
Indriði gerir sig sekann um mistök í vörninni sem gefur Gary Martin tækifæri en hann setur boltann rétt framhjá markinu.
46. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Valtýr Már Michaelsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

KR-ingar ekki lengi að þessu í seinni hálfleik. Unglingurinn, Valtýr Már kemur með þessa gullfallegu sendingu fyrir markið, þar er Óskar Örn í góðu skallafæri sem hann nýtir virkilega vel. Fallegt mark.
45. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Stefán Logi grípur hornspyrnuna og með því klárast fyrri hálfleikur. Sanngjörn staða í leik sem heilt yfir er búinn að vera jafn.
45. mín
Viktor Jóns í fínu færi eftir hornspyrnu en KR-ingar komast fyrir og bjarga í horn.
45. mín
Boltinn berst á Gary Martin sem tekur hann á kassann og ætlar að smella honum á lofti og skora svakalegt mark. Hann hittir boltann ekki sérlega vel og KR-ingar koma boltanum auðveldlega í burtu.
43. mín
Inn:Michael Præst (KR) Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
Virðist vera meiddur ofarlega í lærinu eða jafnvel náranum.
42. mín
Finnur Orri er eitthvað meiddur. Bjarni kallar á Præst sem er að öllum líkindum á leiðinni inná.
41. mín
Hólmbert skorar eftir fyrirgjöf Finns Orra en það er búið að flagga hann rangstæðan.
39. mín
Morten Beck, sem er búinn að vera einn af betri mönnum vallarins, á mjög góða fyrirgjöf á Óskar Örn sem er í virkilega góðu skallafæri, aleinn, nánast inn í markteig en hann skallar vel yfir.
37. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (KR)
Stoppar Alex Frey sem var að komast í fína stöðu.
36. mín
Hólmbert virðist vera að koma sér í færi en Halldór Smári fer fyrir, í kjölfarið berst boltinn á Morten Andersen en Róbert er þá mættur og tekur boltann af löppunum á honum.
34. mín
Gary Martin grátlega nálægt marki!

Ívar Örn kemur með frábæra fyrirgjöf sem Stefán fer út í en nær ekki að halda, Gary Martin kemst í boltann og reynir skot afturfyrir sig, skotið fer í átt að marki og virðist vera á leiðinni inn en Indriði bjargar á línu.
32. mín
Finnur Orri er dauðafrír eftir hornspyrnu frá Óskari Erni. Hann á gott skot sem Víkingarnir rétt ná að koma frá. Mjög gott færi sem Finnur fékk þarna en vörn Víkinganna svaf á verðinum.
32. mín Gult spjald: Valtýr Már Michaelsson (KR)
32. mín
Verð að taka undir það sem ræðumaður fyrir neðan mig segir. Valsvöllurinn hefði t.d verið tilvalinn fyrir þennan leik.

28. mín
Morten Beck fer illa með tvo Víkinga og keyrir síðan í átt að marki, hann á svo fasta fyrirgjöf með jörðinni sem enginn KR-ingur kemst í. Þetta var hins vegar frábærlega gert hjá Dananum.
26. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Togar í Finn Orra og tæklar hann síðan.
19. mín
Fazlagic leggur boltann á landa sinn Morten Beck Andersen sem reynir svo stórhættulega fyrirgjöf en hún fer framhjá öllum. KR-ingar eru að ná völdum á leiknum.
18. mín
Aftur er Morten Beck Andersen í skallafæri en í þetta skiptið skallar hann yfir. Erfitt færi en hann gerði vel í að ná fínum skalla.
17. mín
Óskar Örn reynir skotið núna en hann hittir boltann illa og fer hann hátt yfir.
16. mín
Óskar Örn á fyrirgjöf frá hægri sem fer á Morten Beck Andersen sem hefur sýnt það og sannað í þessari keppni að hann er góður skallamaður. Það vantar hins vegar kraft hjá honum þarna og Róbert grípur auðveldlega.
14. mín
Víkingar hafa verið dæmdir rangstæðir svona fjórum sinnum í leiknum. Varnarlína KR hefur verið góð í að halda línu hingað til.
10. mín
ívar Örn tekur aukaspyrnu utan af kanti sem fer í gegnum pakka í vítateignum en endar hjá Gary Martin sem er í virkilega góðu skallafæri, mjög nálægt markinu en hann skallar yfir markið. Gary gerir oftast betur en þarna.

9. mín
Gary nálægt því að komast í góða stöðu en Skúli Jón verst mjög vel og nær að stoppa hann. Gary Martin endar svo að að brjóta á Skúla.
7. mín
Rólegt yfir þessu í upphafi. Lítið til að skrifa um þannig ég kem hér með færslu bara til að skrifa eitthvað.
4. mín
Víkingur örlítið meira með boltann fyrstu mínúturnar en ekkert færi komið ennþá.

Fyrir leik
Leikur hafinn
Úrslitaleikur Lengjubikarsins 2016 er kominn af stað.

KR-ingar byrja með boltann en þeir eru í skrautlegu, appelsínugulu treyjunum sínum í kvöld. Sitt sýnist hverjum um fegurð þeirra.
Fyrir leik
Hér er vallarþulur og allt, ekki verið áður í þessari keppni.

Einhver skemmtilegur andi yfir fólki. Komið sumarskap og svona.
Fyrir leik
Aðeins meiri metnaður lagður í allt saman í kvöld en hefur verið í keppninni hingað til.

Sama lag er nú spilað og þegar lansleikir fara fram á Laugardalsvelli. Ekki laust við að maður fái skemmtilegar minningar.
Fyrir leik
Fimm mínútur í leikinn og allt að verða klárt. Hver verður Lengjubikarmeistari árið 2016?
Fyrir leik
Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkinga er víst eitthvað slappur. Með flensu kallinn og því er hann á bekknum.
Það er komið sumar og það er úrslitaleikur, ef það er einhverntíman tímabært til að taka þátt í rosalega skemmtilegum umræðum þá hvetjum við alla til að skella sér á Twitter, segja það sem ykkur finnst sniðugt eða alls ekki sniðugt og merkja það með #fotboltinet.

Við hendum svo inn sniðugum færslum í þessa lýsingu.
Fyrir leik
Hjá KR vekur athygli að Denis Fazlagic er í byrjunarliði KR en hann er nýkominn til félagsins. Valtýr Már Michaelsson er svo í byrjunarliðinu en hann hefur verið að spila í fjarveru Pálma Rafns sem er meiddur.

Micael Præst er kominn á bekkinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Fyrir leik
Gary Martin er að sjálfsögðu á sínum stað í liði Víkings en eins og nánast allir vita, þá spilaði hann með KR. Vladimir Tufegdzic er ekki með Víkingum en hann er í leikbanni.

Viktor Bjarki Arnarsson og Iain James Williamson eru svo á bekknum en þeir byrjuðu báðir gegn Val. Arnþór Ingi Kristinsson og Stefán Þór Pálsson koma inn í liðið ásamt Halldóri Smára Sigurðssyni.
Fyrir leik
Víkingur vann Val í vítaspyrnukeppni eftir fjörugt 2-2 jafntefli í undanúrslitunum en KR-ingar fóru illa með Keflavík og unnu 4-0 sigur.
Fyrir leik
Gleðilegt sumar lesendur kærir og verið velkomnir í beina textalýingu frá leik Víkings og KR í úrslitum Lengjubikarsins.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Morten Beck
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('60)
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('43)
9. Hólmbert Aron Friðjónsson ('67)
11. Morten Beck Guldsmed
16. Indriði Sigurðsson
20. Denis Fazlagic ('90)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
24. Valtýr Már Michaelsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Michael Præst ('43)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('60)
20. Axel Sigurðarson ('67)
28. Mikael Harðarson
29. Óliver Dagur Thorlacius ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Valtýr Már Michaelsson ('32)
Finnur Orri Margeirsson ('37)
Indriði Sigurðsson ('82)

Rauð spjöld: