Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 23. maí 2018 21:52
Ingólfur Stefánsson
Gísli Eyjólfs: Hefði átt að skjóta aðeins lægra
Mynd: Raggi Óla
Gísli Eyjólfsson var vonsvikinn eftir markalaust jafntefli Breiðabliks gegn Víkingum á Kópavogsvelli. Hann segir að spilamennska liðsins í fyrri hálfleik hafi verið hræðileg.

„Við vorum bara ekki mættir til leiks og Víkingarnir voru bara miklu sterkari. Í seinni þá fannst mér við breyta þessu og fá einhver hálffæri en þetta var alls ekki nógu gott í dag."

„Við vorum ekki tilbúnir í þennan slag sem Víkingar voru tilbúnir í en svo þegar leið á leikinn þá fundum við okkur og vildum fá þessa þrjá punkta það bara gekk ekki."

Gísli var nálægt því að skora sigurmark Breiðabliks á lokamínútunum þegar hann átti skot í slánna og niður. Boltinn virtist fara yfir línuna og það varð allt vitlaust á vellinum.

„Ég sá hann inni. Hann skoppaði þarna út úr markinu sýndist mér en ég ætla svosem ekki að fullyrða það. Þetta bara dugði ekki í dag, ég átti bara að skjóta honum aðeins lægra."

Blikar eru taplausir eftir fyrstu fimm umferðirnar í deildinni og eru á toppnum. Er Gísli sáttur með spilamennsku liðsins hingað til?

„Já og nei. Mér finnst við eiga meira inni. Við erum ekki búnir að spila af fullri getu og eigum helling inni en það er fínt að við héldum hreinu í dag og erum ekki búnir að tapa leik."

Viðtalið við Gísla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Smelltu hér til að lesa meira um leik Breiðabliks og Víkings.
Athugasemdir
banner
banner