Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 24. apríl 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá fyrirliða og þjálfara í 2. deild: 11. sæti
Höttur
Hetti er spáð 11. sæti.
Hetti er spáð 11. sæti.
Mynd: Raggi Óla
Nenand Zivanovic, þjálfari Hattar.
Nenand Zivanovic, þjálfari Hattar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Árnason er fyrirliði.
Brynjar Árnason er fyrirliði.
Mynd: Höttur
Petar Mudresa.
Petar Mudresa.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11. Höttur, 40 stig
12. Tindastóll, 36 stig

11. Höttur
Lokastaða í fyrra: 10. sæti í 2. deild.
Hattarmenn voru upp og niður í fyrra. Þeir unnu Njarðvík, sem rúllaði upp deildinni 3-0 á útivelli í sjöundu umferð en töpuðu svo 3-0 á heimavelli gegn Aftureldingu í næstu umferð. Gengið var ekki sérstakt en með tveimur jafnteflum og frábærum útisigri á Vestra í síðustu þremur umferðunum var áframhaldandi sæti í 2. deild tryggt. Í fyrra var var liðinu spáð tíunda sæti en nú er þeim spáð falli.

Þjálfarinn: Nenand Zivanovic stýrir Hetti áfram eftir að hafa verið með liðið í fyrra. Nenad lék við góðan orðstír með Breiðabliki, Þór og KF á sínum tíma. Nenand var spilandi þjálfari hjá Hetti í fyrra en einbeitir sér í ár alfarið að þjálfuninni.

Styrkleikar: Erlendu leikmennirnir sem komið hafa til félagsins ættu að reynast góður liðsstyrkur. Ignacio var hjá félaginu í fyrra og skoraði 13 mörk í 20 leikjum. Vonandi fyrir Hattarmenn getur hann átt svipað sumar. Spennandi verður að sjá hvernig félagi hans Javi Munoz er í fótbolta. Margir ungir strákar hafa verið að fá tækifæri í vetur og spennandi verður að sjá hvað þeir gera í sumar. Liðið hefur unnið bæði Fjarðabyggð og Hött á heimavelli í Mjólkurbikarnum. Það getur ekkert lið búist við auðveldum leik á Egilsstöðum í sumar.

Veikleikar: Til þess að halda sér uppi þarf liðið að sýna meiri stöðugleika. Það er ekki nægilega gott að vinna 3-0 og tapa svo næsta leik með sömu markatölu. Liðið fékk á sig 54 mörk í fyrra, það er alltof mikið. Varnarleikurinn verður að vera betri. Liðið hefur misst nokkra reynslubolta, þar á meðal þjálfarann Nenand sem spilar ekki í sumar. Vonandi fyrir Hetti hafa skörðin verið vel fyllt.

Lykilmenn: Ignacio Gonzalez, Petar Mudresa og Brynjar Árnason.

Nenand Zivanovic, þjálfari Hattar:
„Þetta kemur ekki á óvart þar sem ég tel að kollegar mínir og fyrirliðar deildarinnar taka inn í myndina hvaða breytingar hafa orðið á hópnum okkar eftir síðasta tímabil. Við töpuðum líka öllum fimm leikjunum sem við spiluðum í Lengjubikarnum og enduðum þar með markatöluna 1:11. Ég var því að búast við þessari spá en það getur allt gerst í fótbolta. Í öllum deildum Íslands verða einhver lið sem gera betur en spáin segir til um. Markmið mitt er að vinna alla leiki og spila sóknarþenkjandi og aðlaðandi fótbolta."

Er von á frekari liðsstyrk fyrir sumarið?

„Við erum búnir að fá þrjá leikmenn sem hafa ekki enn spilað neitt. Serbneskan varnarsinnaðan miðjumann og tvo spænska kantmenn. Serbinn er að bíða eftir atvinnuleyfi og von er á Spánverjunum í lok apríl eða byrjun maí."

Komnir:
Daníel Steinar Kjartansson frá Fylki
Miroslav Babic frá Serbíu
Nacho Gonzalez frá Spáni
Javi Munoz frá Spáni

Farnir:
Garðar Logi Ólafsson í Leikni F.
Friðrik Ingi Þráinsson spilar ekki í sumar -
Nenad Zivanovic hættur
Jóhann Valur Klausen spilar ekki í sumar
Ragnar Pétursson spilar ekki í sumar
Jónas Ástþór Hafsteinsson í Álftanes
Breki Barkarson í HK

Fyrstu leikir Hattar:
5. maí Höttur - Víðir (Fellavöllur)
12. maí Vestri - Höttur (Olísvöllurinn)
18. maí Höttur - Fjarðabyggð (Fellavöllur)
Athugasemdir
banner
banner