Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   mið 26. apríl 2017 08:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 10. sæti
Brynjar Árnason, fyrirliði Hattar (til hægri).
Brynjar Árnason, fyrirliði Hattar (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Friðrik Ingi Þráinsson.
Friðrik Ingi Þráinsson.
Mynd: Austurfrétt/Gunnar
Nenad Zivanovic er spilandi þjálfari Hattar.
Nenad Zivanovic er spilandi þjálfari Hattar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10. Höttur 76
11. KV 72
12. Tindastóll 58

10. Höttur
Lokastaða í fyrra: 7. sæti í 2. deild
Höttur endaði í 7. sæti í 2. deildinni í fyrra en liðið blandaði sér aldrei í alvöru toppbaráttu og var ekki í fallhættu heldur. Talsverðar breytingar hafa orðið á Egilsstöðum í vetur.

Þjálfarinn: Nenad Zivanovic er tekinn við Hetti af Gunnlaugi Guðjónssyni sem hefur þjálfað liðið undanfarin ár. Nenad lék við góðan orðstír með Breiðabliki, Þór og KF á sínum tíma en þessi fertugi framherji ætlar að spila með Hetti í sumar auk þess að þjálfa liðið.

Styrkleikar: Nenad er klókur leikmaður og hann hefur fengið tvo leikmenn frá heimalandi sínu Serbíu. Þeir eiga eftir að styrkja hópinn fyrir sumarið. Umgjörðin í kringum liðið er góð og heimamenn hafa borið liðið uppi á undirbúningstímabilinu og fá stærri hlutverk en oft áður í sumar. Hattarhjartað ætti því að vera til staðar í liðinu. Hetti gekk ágætlega gegn liðunum í efri hlutanum í fyrra og ekkert lið getur búist við að fá auðveldan leik á Egilsstöðum.

Veikleikar: Höttur tapaði öllum leikjum sínum í Lengjubikarnum og datt út gegn Sindra í bikarnum um helgina eftir 4-5 tap á heimavelli. Gengi liðsins undanfarnar vikur gefur ekki ástæðu til bjartsýni. Höttur náði einungis að krækja í einn útisigur í fyrra og fékk nokkra skelli. Varnarleikurinn var ekkert sérstakur á síðasta tímabili og Höttur hefur áfram fengið mikið á sig af mörkum á undirbúningstímabilinu. Markvörður og varnarmaður frá Serbíu eiga að reyna að hjálpa til við að laga það.

Lykilmenn: Aleksandar Marinkovic, Brynjar Árnason, Petar Mudresa.

Brynjar Árnason, fyrirliði Hattar:
„Þessi spá kemur okkur ekki á óvart. Við höfum misst mjög stóran hluta af hópnum frá því í fyrra og nokkrir af reynslumestu leikmönnum liðsins undanfarin ár verða ekki með. Gengi okkar í Lengjubikar var síðan alls ekki gott svo að það er bara eðlilegt að menn hafi ekki mikla trú á liðinu í ár. Við ætlum okkur svo bara að sjálfsögðu að afsanna þessa spá. Tímabilið leggst vel í okkur, við erum að byggja upp nýtt lið með nýjum þjálfara og það er bara spennandi. Skemmtileg landsbyggðarstemning í deildinni í ár og við höfum það á tilfinningunni að hún verði mjög jöfn og mörg lið verði í baráttunni um efstu tvö sætin. Okkar markmið eru skýr, við ætlum okkur upp í Inkasso deildina."

Komnir:
Aleksandar Marinkovic frá Mongolíu
Garðar Logi Ólafsson frá Víkingi R.
Hrafn Aron Hrafnsson frá Fylki
Nenad Zivanovic frá Serbíu
Petar Mudresa frá Serbíu
Sigurjón Hreiðarsson frá Völsungi

Farnir:
Alexander Már Þorláksson í Kára
Jordan Chase Tyler í Fram
Jordan Farahani í ÍR
Jovan Kujundzic í Víking R.
Jökull Steinn Ólafsson í Fram
Kristófer Örn Kristjánsson í Álftanes
Steinar Logi Sigurþórsson í KH

Fyrstu leikir Hattar
6. maí Víðir – Höttur
13. maí Höttur - KV
20. maí Höttur - Völsungur
Athugasemdir
banner