Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   fös 24. maí 2024 12:24
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Finnst að Óskar Hrafn ætti að fá símtalið frá KSÍ
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri er tekinn við sem aðstoðarþjálfari A-landsliðsins.
Davíð Snorri er tekinn við sem aðstoðarþjálfari A-landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir U21 landsliðið eftir að Davíð Snorri Jónasson var ráðinn aðstoðarþjálfari Age Hareide með A-landsliðið.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson fréttamaður Fótbolta.net segist liggja beint við að Ólafur Ingi Skúlason, sem sé með U19 landsliðið, færist upp og taki við U21 liðinu.

„Ég ætla að giska á að Ólafur Ingi taki við U21 og Lúðvík Gunnarsson taki við U19," sagði Guðmundur í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem frumfluttur er í hlaðvarpi þessa vikuna.

Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net segir að KSÍ ætti að ræða við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þó ekki sé vitað hvort hann hefði áhuga á starfinu:

„Ætti KSÍ ekki að taka símtalið við Óskar Hrafn Þorvaldsson? Hann hefur mjög gaman að því að vinna með unga leikmenn og þekkir alla íslenska unga leikmenn út í gegn."

„Maður veit ekki hvað Óskar er að hugsa varðandi næsta skref hjá sér, hvort hann verði hreinlega áfram í fótbolta því hann er ólíkindatól. Mér finnst að Óskar ætti að fá símtalið frá KSÍ. Mér finnst óeðlilegt ef hann fær það ekki," segir Elvar og Guðmundur bætir við:

„Maður hefur heyrt af því að Óskar sé jafnvel að hugsa um að fara aftur í yngri flokka eftir að hann hætti hjá Haugesund. Það væri ekki heimskulegt að heyra allavega í honum," segir Guðmundur.

Það kom ekki á óvart að Davíð Snorri var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari en hann hefur unnið í teyminum með Hareide, meðal annars sem njósnari.

„Age þekkir Davíð og öfugt, þeir vinna vel saman. Þetta kom ekki á óvart. Davíð er öllum hnútum kunnugur og ég held að þetta sé mjög góð ráðning," segir Valur Gunnarsson.
Útvarpsþátturinn - Þarfir toppliðanna, svekktir eftir landsliðsvalið og enskt uppgjör
Athugasemdir
banner
banner
banner