Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 09:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd teiknar upp fjögurra manna lista
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Manchester United hefur teiknað upp fjögurra manna lista yfir kandídata sem gætu tekið við liðinu af Erik ten Hag eftir bikarúrslitaleikinn á morgun.

Það er ESPN sem segir frá en það er talið svo gott sem öruggt að Ten Hag verði rekinn eftir leikinn.

Allir kandídatarnir sem ESPN minnist á eru með reynslu úr enskum fótbolta.

Það eru í fyrsta lagi Thomas Tuchel og Mauricio Pochettino sem eru báðir atvinnulausir. Tuchel stýrði Bayern á nýafstöðnu tímabili en þar áður var hann hjá Chelsea og vann meðal annars Meistaradeildina. Pochettino var síðast hjá Chelsea en gerði þar áður góða hluti með Tottenham.

Kieran McKenna, stjóri Ipswich, og Thomas Frank, stjóri Brentford, eru einnig á listanum. McKenna hefur komið Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum en hann var áður í þjálfarateymi Man Utd. Frank kom Brentford upp í ensku úrvalsdeildina og hefur haldið liðinu þar síðustu árin.

Það er sagt að United sé búið að ræða við fulltrúa þessara liða um möguleikann á að taka við United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner