Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir fyrrum markverðir úr ensku úrvalsdeildinni á leið í Úlfarsárdal
Síðasti dagur til að skrá sig er 1. júní
Asmir Begovic eftir leik með Chelsea á Old Trafford. Begovic varð Englandsmeistari með Chelsea.
Asmir Begovic eftir leik með Chelsea á Old Trafford. Begovic varð Englandsmeistari með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Eftir að hafa skorað gegn Southampton.
Eftir að hafa skorað gegn Southampton.
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex verður sérstakur gestur á námskeiðinu.
Rúnar Alex verður sérstakur gestur á námskeiðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gareth Owen.
Gareth Owen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék með AC Milan á láni frá Chelsea.
Lék með AC Milan á láni frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Fyrrum markvörður Chelsea, Asmir Begovic, verður á Íslandi dagana 8. og 9. júní. Hann verður á Framsvæðinu, í Úlfarsárdalnum, með markvarðaakademíu sína, Asmir Begovic Goalkeeper Academy.

Námskeiðið er fyrir knattspyrnufólk af öllum kynjum á aldrinum 9 til 19 ára. Þátttakendur geta unnið til verðlauna, þar á meðal eru áritaðar treyjur og hanskar. Þá verða allir leystir út með gjafapoka í lok námskeiðsins. Að auki verður Asmir með markmannshanska til sölu meðan á námskeiðinu stendur.

Þessi grein var fyrst birt á þriðjudag.

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið. Síðasti dagur til að skrá sig er 1. júní!

Við ræddum við Gareth Owen, markmannsþjálfara Fram, um komu Begovic í Úlfarsárdalinn.

Hvernig kemur það til að Asmir Begovic er að koma til Íslands?
„Ég talaði við Asmir í síma um möguleikann á því að akademían hans myndi koma til Íslands og halda námskeið. Við erum báðir með ástríðu fyrir því að þróa unga markverði. Frá því að ég kom til Íslands þá hef ég séð tækifæri á því að auka áhugann og ástina á markvörslu. Við vonum að þessar búðir kveiki ástríðu fyrir íþróttinni meðal ungmenna til frambúðar," segir Gareth sem var áður hjá Gróttu áður en hann samdi við Fram í vetur.

Asmir þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um knattspyrnu en hann hefur spilað víða um Evrópu, t.a.m. með Stoke City, AFC Bournemouth, Chelsea FC, Everton og AC Milan og varð hann m.a. Englandsmeistari með Chelsea tímabilið 2016- 2017. Hann er einn af einungis sex markvörðum til að skora í leik í ensku úrvalsdeildinni - gerði það með Stoke í leik gegn Southampton.

Þá spilaði hann með unglingalandsliðum Kanada áður en hann valdi að spila fyrir heimaland sitt Bosníu og Hersegóvínu, þar sem hann lék stórt hlutverk þegar liðið tryggði sig inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins árið 2014. Hann er 36 ára og er í dag markvörður QPR í ensku Championship deildinni.

Hvernig náðiru sambandi við Begovic og hvað er markmannsakademían?
„Þegar ég vann hjá Chelsea þá eignaðist ég vin sem er góður vinur hans og ég tók eftir því hversu mikið vörumerkið hans, AB1GK, stækkaði em og akademían."

„Akademían býður upp á tækifæri og umgjörð fyrir metnaðarfulla unga markverði að bæta sig og hámarka þróun sína. Með mikilli reynslu þjálfaranna og Asmir sjálfs lítum við á þessar búðir sem tækifæri til að efla færni markvarða í jákvæðu og skemmtilegu umhverfi."


Hvað getur fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildini kennt ungum markmönnum?
„Við höfum upp á margt að bjóða. Með 19 ár sem atvinnumarkvörður og ævina í kringum íþróttina kemur Asmir með víðtæka reynslu og innsýn í margvíslegar aðstæður. Ásamt honum eru þjálfarar úr efstu hillu sem geta hjálpað ungum markmönnum að bæta sig á öllum sviðum leiksins.

„Við getum kennt ýmislegt. Asmri hefur verið í leiknum allt mitt líf og hefur verið atvinnumarkvörður í 19 ár svo hann getur miðlað reynslu minni og þekkingu á að vera í flestum aðstæðum. Þjálfararnir geta aðstoðað við hvaða tæknilega, líkamlega og sálræna hluta leiksins sem er."


Er þetta bæði þjálfun á vellinum og fyrirlestur utan vallar?
„Mest af námskeiðinu mun fara fram á vellinum, þar sem tíminn er takmarkaður og við viljum helst einbeita okkur þar. Samtöl á vellinum og spurningar og svör verða hluti af þessu. Það gerir okkur kleift að aðstoða og svara öllum spurningum frá þátttakendum."

Fyrir þér, Gareth, sem markmannsþjálfari, hver er helsti kostur Begovic?
„Fyrir mér var mikilvægasti þátturinn stöðugleiki og áreiðanleiki Asmir í gegnum árin. Félög og þjálfarar meta það mikils að geta treyst leikmönnum viku eftir viku og það hefur Asmir sannað á ferlinum."

Hverjir verða með Begovic á námskeiðinu?
„Markverðir frá félögum víðs vegar um landið mæta og erum við spennt að fá sérstakan gest í Rúnari Alex Rúnarssyni. Hann mun gefa áritaða FC Kaupmannahafnar treyju til eins af sigurvegurunum á námskeiðinu um. Að auki mun Asmir koma með tvo þjálfara úr akademíunni sinni, David Smalley og Amir Begovic, til að tryggja hámarksþjálfun." Amir er faðir Asmir Begovic.

Þar sem Rúnar Alex er á leiðinni í Úlfarsárdalinn þá er klárt að tveir fyrrum markverðir úr ensku úrvaldeildinni verða á námskeiðinu; Asmir sálfur og svo Rúnar Alex.

Er námskeið eins og þetta eitthvað sem gæti gerst aftur í framtíðinni?
„Já, algjörlega. Við viljum gjarnan gera þetta að einhverju sem gæti verið haldið á hverju sumri, með nýjum sérstökum gestum og þá boðið upp á ný verðlaun. Við vonumst til að sjá sem flesta markverði 8. og 9. júní!" sagði Gareth að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner