Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
   mið 26. júlí 2017 16:11
Elvar Geir Magnússon
Gísli Gísla: Hallbera þarf að fara að ná sér í sætan og ríkan mann
Gísli Gíslason ferskur og kátur.
Gísli Gíslason ferskur og kátur.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Gísli Gíslason, stjórnarmaður KSÍ og faðir landsliðskonunnar Hallberu Guðnýjar Gísladóttir, spjallaði við Arnar Daða Arnarsson, fréttamann Fótbolta.net, í Rotterdam í dag.

Gísli var gríðarlega ferskur að vanda.

„Holland er fallegt og skemmtilegt land. Það er dásamlegt að vera hérna," sagði Gísli ánægður með lífið og tilveruna.

Ísland á ekki möguleika á að komast áfram fyrir lokakeppni riðlakeppninnar á EM sem fram fer í kvöld. Ísland mætir Austurríki í Rotterdam klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

„Við getum kvartað yfir úrslitunum en getum ekki kvartað yfir vinnuframlaginu frá stelpunum. Þær hafa verið til mikils sóma. Það var þunglyndi fyrstu tvo dagana eftir leikinn gegn Sviss en svo heldur lífið áfram."

Að lokum var Gísli spurður að því hvort það væri ekki kominn tími á að dóttir hans hún Hallbera myndi ganga út. Svarið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan!

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner