Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   þri 26. ágúst 2014 12:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Þorkell Gunnar: Umgjörð Fjölnis ekki boðleg í efstu deild
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á Morgunblaðinu gagnrýnir umgjörðina kringum Fjölni í umfjöllun sinni um leik Fjölnis og Keflavíkur í blaðinu í morgun.

„Hvað umgjörð varðar hjá Fjölni á þetta félag ekki heima í efstu deild," skrifar Þorkell og kallar eftir því að gerðar verði úrbætur.

„Óyfirbyggð stúka, lélegasta blaðamannaaðstaðan af liðum deildarinnar, hliðið fyrir utan völlinn læst hálftíma fyrir leik og örfáar hræður sem mæta á völlinn. Sannið nú fyrir okkur Grafarvogsbúar að klassinn sé meiri yfir hverfisliðinu og af hverju það á heima í efstu deild."

Fjölnir er í harðri baráttu fyrir lífi sínu í Pepsi-deildinni en mætingin á leiki liðsins hefur verið afar léleg. Ágúst Gylfason, þjálfari liðsins, sagði að skortur á stuðningi væri óboðlegur. Aðeins 214 áhorfendur voru á Fjölnisvelli í gær þegar Keflavík kom í heimsókn.

„Það er með ólíkindum að vera í þessari baráttu og 214 mæta. Það hafa örugglega verið 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn. Það er skömm af þessu," sagði Ágúst í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner