Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mið 27. apríl 2016 18:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 10. sæti
Stefán Birgir Jóhannesson, leikmaður Njarðvíkur.
Stefán Birgir Jóhannesson, leikmaður Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingum er spáð 10. sæti.
Njarðvíkingum er spáð 10. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Freysson er kominn aftur í Njarðvík.
Andri Fannar Freysson er kominn aftur í Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ? 
2. ? 
3. ? 
4. ? 
5. ? 
6. ? 
7. ? 
8. ? 
9. ? 
10. Njarðvík 70 stig
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig

10. Njarðvík  
Lokastaða í fyrra:
 10. sæti í 2. deild 

Þjálfarinn:  Gamla markamaskínan Guðmundur Steinarsson er þriðja árið í röð þjálfari Njarðvíkinga en honum til aðstoðar er markvörðurinn Ómar Jóhannsson. Guðmundur er leikja og markahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur. Hann var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Njarðvík sumarið 2013 áður en hann tók við liðinu sem aðalþjálfari.

Styrkleikar:  Andri Fannar Freysson er kominn heim til Njarðvíkur frá Haukum og hann styrkir liðið mjög mikið. Guðmundur Steinarsson er á þriðja ári með liðið og hans áherslur ættu að vera komnar betur til skila í leikmannahópnum. Þrátt fyrir að leikmannahópurinn sé í yngri kantinum þá hafa leikmennirnir þar öðlast dýrmæta reynslu í fallbaráttunni með Njarðvíkingum undanfarin tvö tímabil en þar hafa úrslit í lokaumferðinni skorið úr um lokaniðurstöðuna.

Veikleikar: Njarðvík byrjaði vel í fyrra en lék síðan níu leiki í röð án sigurs. Árið 2014 vann liðið ekki leik fyrr en í níundu umferð. Liðið getur ekki átt svona langar dýfur í sumar ef betri árangur á að nást. Njarðvík vann þrjá sigra á heimavelli í fyrra og betur má ef duga skal í sumar. Sóknarleikurinn hefur verið með ágætum í vetur en varnarleikurinn er meira spurningamerki þar sem liðið hefur fengið talsvert á sig af mörkum.

Lykilmenn:  Andri Fannar Freysson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Theodór Guðni Halldórsson.

Komnir:
Andri Fannar Freysson frá Hauku
Arnar Helgi Magnússon frá FH
Árni Þór Ármannsson frá Víði Garði
Gunnar Bent Helgason frá Haukum
Harrison Hanley frá Finnlandi
Marian Polak frá Slóvakíu
Rafn Markús Vilbergsson frá Víði Garði
Stefán Guðberg Sigurjónsson frá Keflavík

Farnir:
Anton Freyr Hauksson í Keflavík
Ari Steinn Guðmundsson í Keflavík
Aron Freyr Róbertsson í Grindavík
Aron Elís Árnason í Reyni Sandgerði
Ívar Gauti Guðlaugsson í Víði
Marc Ferrer til Spánar
Róbert Örn Ólafsson í Víði Garði
Tryggvi Guðmundsson í KFS

Fyrstu leikir Njarðvíkur
7. maí Höttur – Njarðvík
13. maí Njarðvík – ÍR
20. maí KV - Njarðvík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner