Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 26. apríl 2016 11:30
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 12. sæti
Halldór Ingvar Guðmundsson.
Halldór Ingvar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Leikmenn KF fagna marki.
Leikmenn KF fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ? 
2. ? 
3. ? 
4. ? 
5. ? 
6. ? 
7. ? 
8. ? 
9. ? 
10. ? 
11. ? 
12. KF 45 stig 

12. KF 
Lokastaða í fyrra:
 7. sæti í 2. deild 

Þjálfarinn: Jón Stefán Jónsson tók við þjálfun KF af nafna sínum Jóni Aðalsteini Kristjánssyni síðastliðið haust. Jón Stefán stýrði Dalvík/Reyni síðari hlutann á síðasta tímabili en hann hefur einnig þjálfað yngri flokka Þórs til margra ára auk þess að stýra kvennaliði Hauka og karlaliði Tindastóls um tíma. 

Styrkleikar: Hópurinn er mikið til skipaður ungum heimamönnum sem eru til í að leggja mikið á sig. Liðið er skipulagt og varðist oft á tíðum ágætlega í Lengjubikarnum í vetur. Í Fjallabyggð þekkja menn það vel að gefa hrakspám langt nef en í fyrra endaði KF í 7. sæti eftir að hafa verið spáð botnsætinu fyrir mót. Liðið stefnir á að gera slíkt hið sama í ár.

Veikleikar: Mjög margir fastamenn frá því í fyrra eru horfnir á braut og leikmannahópurinn virðist ekki vera jafn öflugur í ár. Sóknarleikurinn er spurningamerki en Alexander Már Þorláksson, markahæsti maður 2. deildar í fyrra, er farinn sem og þeir Jordan Tyler og Jökull Steinn Ólafsson. Þeir skoruðu 27 af 38 mörkum KF í fyrra. Fáir leikmenn í liðinu hafa mikla meistaraflokksreynslu og reynsluleysi gæti spilað inn í sumar.

Lykilmenn: Halldór Ingvar Guðmundsson, Andre Prosper Berger Malonga, Zady Moise Gnenegbe.

Komnir:
Andre Prosper Berger Malonga frá Frakklandi
Baldur Bragi Baldursson frá Skínanda
Baldur Ingimar Baldvinsson frá KA
Benóný Sigurðarson frá KA
Janez Vrenko frá Dalvík/Reyni
Kristinn Freyr Ómarsson frá KA
Páll Sigurvin Magnússon frá KA
Tryggvi Þór Logason frá Þór
Zady Moise Gnenegbe frá Frakklandi

Farnir:
Alexander Már Þorláksson í Fram
Friðjón Magnússon í Leikni R.
Jakob Hafsteinsson í Magna
Jordan Tyler í Hött
Jökull Steinn Ólafsson í Hött
Matthías Ragnarsson í KFS
Milan Marinkovic til Serbíu
Sigmar Egill Baldursson í Hamar
Trausti Marel Guðmundsson í Ægi

Fyrstu leikir KF
7. maí Vestri – KF
14. maí KF – Magni
20. maí Höttur - KF
Athugasemdir
banner