mið 27. apríl 2016 13:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 11. sæti
Falla Ægismenn í 3. deild?
Falla Ægismenn í 3. deild?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Ægir
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ? 
2. ? 
3. ? 
4. ? 
5. ? 
6. ? 
7. ? 
8. ? 
9. ? 
10. ? 
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig

11. Ægir  
Lokastaða í fyrra:
 9. sæti í 2.

Þjálfarinn:  Einar Ottó Antonsson tók við Ægi síðastliðið haust þegar Alfreð Elías Jóhannsson lét af störfum eftir að hafa stýrt liðinu í fimm ár. Einar Ottó hefur spilað með Selfyssingum í áraraðir en hann er að stíga sín fyrstu skref sem meistaraflokksþjálfari

Styrkleikar: Ægismenn hafa fengið marga erlenda leikmenn í sínar raðir í vetur og þeir verða í stórum hlutverkum í Þorlákshöfn í sumar. Ægismenn eru komnir með svarta beltið í fallbaráttunni í 2. deild eftir að hafa náð að hrista falldrauginn af sér ár eftir ár eftir æsispennandi lokaspretti. Leikmannahópurinn hefur verið breiðari í vetur en oft áður og fleiri leikmenn að berjast um sæti í liðinu.

Veikleikar: Ægir rétt bjargaði sér frá falli með sigri í lokaumferðinni í fyrra og lykilmenn sem drógu vagninn þá eru horfnir á braut. Ægir vann einungis tvo leiki á heimavelli í fyrra og betur má ef duga skal í sumar. Gengi Ægis á undirbúningstímabilinu var ekkert til að hrópa húrra fyrir en liðið vann þrjá leiki samanlagt í Fótbolta.net mótinu og í Lengjubikarnum.

Lykilmenn:  Benis Krasniqi, Daniel Kuczynski, Ingvi Rafn Óskarsson.

Komnir:
Aco Pandurevic frá Serbíu
Benis Krasniqi frá Gróttu
Daniel Marco Kuczynski frá Bandaríkjunum
Einar Ottó Antonsson frá Selfossi
Eiríkur Ari Eiríksson frá Fylki
Goran Jovanovski frá KFR
Guðmundur Garðar Sigfússon frá KFR
Ingólfur Þórarinsson frá KFS
Ingvi Rafn Óskarsson frá Selfossi
Ivan Blagojevic frá Serbíu
Jannik Christian Eckendrode frá Bandaríkjunum
Marteinn Örn Halldórson frá ÍA
Pálmi Þór Ásbergsson frá Árborg
Róbert Freyr Samaniego frá Keflavík
Trausti Marel Guðmundsson frá KF

Farnir:
Brenton Muhammad til Antígva og Barbúda
Halldór Kristján Baldursson í Gróttu
Liam Killa í Hamar
Milan Djurovic í KFR
Nenad Stankovic til Serbíu
Ramon Torrijos Anton til Spánar
Steinar Ísaksson í Víking R.
Svavar Berg Jóhannsson í Selfoss
Will Daniels í Grindavík

Fyrstu leikir Ægis
7. maí Ægir – Sindri
14. maí Afturelding – Ægir
19. maí Ægir - Grótta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner