Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   þri 28. febrúar 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: „Höfum aldrei gert knattspyrnudeildina út á lottómiða"
FH og KR hafa átt fast sæti í Evrópukeppni undanfarin ár.
FH og KR hafa átt fast sæti í Evrópukeppni undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Íslensk félög fá tugi milljóna frá UEFA á hverju ári fyrir þátttöku í Evrópukeppnum. Íslandsmeistarar FH hafa undanfarin tvö tímabil farið beint í aðra umferð í Meistaradeildinni þar sem 550 þúsund evrur (62,4 milljónir króna á núvirði) fást fyrir þátttöku. Í Evrópudeildinni hafa íslensk félög fengið 200 þúsund evrur (22,7 milljónir króna á núvirði) fyrir fyrstu umferð og 210 þúsund evrur til viðbótar ef þau komast áfram í 2. umferð.

Formenn þriggja félaga í Evrópukeppnum mættu í sjónvarpsþátt Fótbolta.net í vikunni og ræddu um Evrópupeningana.

„Þetta gerir reksturinn auðveldari og þetta gerir klúbbinn meira heillandi út á við þegar þú ert að sækja leikmenn til dæmis,“ sagði Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

KR hefði mögulega þurft að lækka launakostnað
KR rétt náði Evrópusæti í fyrra eftir ótrúlegan endasprett í Pepsi-deildinni. Hefði félagið þurft að lækka laun hjá leikmönnum ef Evrópusætið hefði ekki komið í hús? „Mögulega hefðum við þurft að gera það. Kannski hefðum við ekki getað styrkt liðið og mögulega hefðu einhverjir leikmenn þurft að fara. Ég man eftir því að við höfum tvívegis þurft að setjast niður með leikmannahópnum okkar og breyta því sem búið var að semja um. Við settum það í hálfgerðan bónuspott. Auðvitað vilja menn standa við gerða samninga en þú verður að haga hlutunum eftir því hvar þú ert staddur,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður KR.

FH datt út á útivallarmörkum gegn írska liðinu Dundalk í 2. umferð Meistaradeildarinnar í fyrra. Höfðu FH-ingar gert ráð fyrir meiri tekjum af Evrópukeppni í fjárhagsáætluninni í fyrra?

„Ég sagði einhverntímann að við höfum aldrei gert knattspyrnudeildina út á lottómiða. Við förum í Evrópukeppni á hverju ári í eina umferð fyrir sig. Við vitum hvað er í hendi. Annað sem kemur til viðbótar er bónus. Við hefðum viljað fara lengra (í fyrra) og þar af leiðandi fengið meiri peninga en við vorum ekki búnir að áætla rekstrarlega séð að við myndum fara lengra,“ sagði Jón Rúnar.

„Þetta dettur með okkur íslensku liðunum einn daginn“
Dundalk fór alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en félagið fékk yfir milljarð króna í tekjur af þátttöku sinni þar. Hvernig var tilfinningin hjá Jóni Rúnari þegar hann sá Dundalk fara svona langt? „Auðvitað samgleðstu þeim með það. Þú setur samt sjálfan þig í þessi spor og myndir gjarnan vilja vera í þeim. Þetta dettur með okkur íslensku liðunum einn daginn,“ sagði Jón Rúnar sem hefur fulla trú á að íslensk félög geti komist í riðlakeppni í Evrópukeppni.

„Þó að það væri bara í Evrópudeildinni þá eru þetta mjög háar fjárhæðir. Þær myndu breyta landslaginu mikið. Ég held samt að þetta myndi ekki breyta því þannig að það lið sem í því lendir yrði eitthvert eyland. Það myndi heldur aldrei ganga.“

Kristinn Kjærnested tekur undir það að íslensk félög eigi möguleika á að fara alla leið í riðlakeppnina. „Það eru möguleikar í þessu. Við erum heppin að því leytinu að sum þessara félaga sem við mætum eru off season. Það eru möguleikar í hendi. Maður stefnir þangað og hefur trú á því. Annars hefur maður ekkert að gera í þetta,“ saði Kristinn.

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvað kostar að halda úti liði í Pepsi-deild karla?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner