Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
   þri 28. febrúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Hvað kostar að halda úti liði í Pepsi-deild karla?
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það kostar sitt að halda úti liði í Pepsi-deild karla. Í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í þessari viku mættu formenn FH, KR og Stjörnunnar og ræddu fjármálin.

„Ég myndi halda að meðaltals kostnaður á liði í Pepsi-deildinni sé 80 milljónir króna á ári. Það gefur okkur það að einhver lið skríða yfir hundrað og önnur fara neðar," sagði Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar hjá Íslandsmeisturum FH.

„Ég held að þessir klúbbar sem hafa verið í toppnum slagi yfir hundraðið og Stjarnan er þar á meðal." sagði Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

„Við erum um hundrað. Það eru ýmsar breytur sem koma inn í þetta. Í Evrópukeppni eru menn að fara mislangar leiðir og það spilar margt inn í þetta. Þetta eru ekki bara laun leikmanna sem slík," sagði Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR.

Stærstur hluti af tekjum félaga kemur í gegnum styrktar og samstarfsaðila. Formennirnir vilja þó meina að styrktarsamningar séu ekki að ná að fylla jafnmikið upp í reksturinn og áður.

„Auglýsingasamningar hækka ekki í takt við það sem er að gerast á leikmannamarkaðinum. Maður myndi vilja sjá styrktarsamningar fylgja í takt við það. Hjá félagi eins og Stjörnunni eru miklu fleiri deildir. Til dæmis handboltinn og karfan. Þetta eru fáir bitar og það er verið að bítast um þessa sömu bita. Það gerir þetta erfitt," sagði Sæmundur.

Formenn félaga eru sjálfir launalausir. „Það er mikið af sjálfboðaliðum í hreyfingunni. Við erum allir launalausir hjá okkur félögum. Maður veltir því hvort það muni breytast í þessu starfi. Ég er ekki að biðja um það að fá laun í mínu starfi fyrir KR. Það gæti gerst einn daginn en þá verður maður örugglega hættur þessu," sagði Kristinn.

Hér að ofan má horfa á umræðuna í heild.
Athugasemdir
banner
banner