Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   þri 28. febrúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Hvað kostar að halda úti liði í Pepsi-deild karla?
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Kristinn Kjærnested, Sæmundur Friðjónsson og Jón Rúnar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það kostar sitt að halda úti liði í Pepsi-deild karla. Í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í þessari viku mættu formenn FH, KR og Stjörnunnar og ræddu fjármálin.

„Ég myndi halda að meðaltals kostnaður á liði í Pepsi-deildinni sé 80 milljónir króna á ári. Það gefur okkur það að einhver lið skríða yfir hundrað og önnur fara neðar," sagði Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar hjá Íslandsmeisturum FH.

„Ég held að þessir klúbbar sem hafa verið í toppnum slagi yfir hundraðið og Stjarnan er þar á meðal." sagði Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar.

„Við erum um hundrað. Það eru ýmsar breytur sem koma inn í þetta. Í Evrópukeppni eru menn að fara mislangar leiðir og það spilar margt inn í þetta. Þetta eru ekki bara laun leikmanna sem slík," sagði Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR.

Stærstur hluti af tekjum félaga kemur í gegnum styrktar og samstarfsaðila. Formennirnir vilja þó meina að styrktarsamningar séu ekki að ná að fylla jafnmikið upp í reksturinn og áður.

„Auglýsingasamningar hækka ekki í takt við það sem er að gerast á leikmannamarkaðinum. Maður myndi vilja sjá styrktarsamningar fylgja í takt við það. Hjá félagi eins og Stjörnunni eru miklu fleiri deildir. Til dæmis handboltinn og karfan. Þetta eru fáir bitar og það er verið að bítast um þessa sömu bita. Það gerir þetta erfitt," sagði Sæmundur.

Formenn félaga eru sjálfir launalausir. „Það er mikið af sjálfboðaliðum í hreyfingunni. Við erum allir launalausir hjá okkur félögum. Maður veltir því hvort það muni breytast í þessu starfi. Ég er ekki að biðja um það að fá laun í mínu starfi fyrir KR. Það gæti gerst einn daginn en þá verður maður örugglega hættur þessu," sagði Kristinn.

Hér að ofan má horfa á umræðuna í heild.
Athugasemdir
banner
banner