Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
banner
   sun 28. apríl 2024 19:30
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings spilaði sinn fyrsta byrjunarliðs leik á tímabilinu í dag þar sem hann skoraði eitt mark í 4-2 sigri gegn KA.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 KA

„Við vissum að þetta yrði erfður leikur, KA menn þurfa á stigum að halda, en við vorum bara betri fannst mér og við sigldum þessu í lokin."

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Aron hefði viljað sjá annan lit á spjaldinu sem fór á loft.

„Fyrir mér þá bara rænir hann upplögðu marktækifæri af Ara og það er bara rautt spjald líka, en hann dæmir það ekki. Þeir hefðu kannski getað fengið eitt víti þarna, ég veit það ekki, ég þarf bara að sjá það í sjónvarpinu. En það er erfitt að dæma svona þegar það er alltaf öskrað, þannig ég skil alveg dómarann að það var smá bras."

Víkingar eru með fullt hús stiga eftir 4 leiki í deild og þeir fóru áfram í bikarnum. Algjör óskabyrjun.

„Bara eins og við stefndum á, en það þýðir ekkert að slaka neitt því að hin liðin eru á eftir okkur og við vitum það alveg. Þannig við bara höldum áfram." Valur og Breiðablik sem flestir telja líklegustu liðin til að berjast um titilinn við Víking hafa þó farið hikstandi af stað. „Við reynum bara að fókusera á sjálfa okkur en auðvitað erum við meðvitaðir um hvað hin liðin að gera. Ég væri bara að ljúga því ef ég segði að við værum ekki að gera það. En við bara spilum okkar leik og það hefur bara gengið helvíti vel hingað til."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner