Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   sun 28. apríl 2024 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Abraham bjargaði stigi fyrir Roma - Calhanoglu gerði bæði mörk Inter
Hakan Calhanoglu var heitur í dag
Hakan Calhanoglu var heitur í dag
Mynd: EPA
Tammy Abraham skoraði jöfnunarmark Roma
Tammy Abraham skoraði jöfnunarmark Roma
Mynd: EPA
Nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 sigur á Torino í Seríu A á Ítalíu í dag.

Tyrkneski miðjumaðurinn Hakan Calhanoglu skoraði bæði mörk Inter og það á fjögurra mínútna kafla.

Adrien Tamaze, varnarmaður Torino, fékk að líta rauða spjaldið fyrir taka Henrikh Mkhitaryan niður við vítateiginn snemma í síðari hálfleik. Hann fékk gula spjaldið en dómarinn breytti ákvörðun sinni eftir að hafa skoðað atvikið betur á VAR-skjánum.

Hakan Calhanoglu skoraði fyrsta markið nokkrum mínútum síðar með föstu skoti niður í grasið og í netið. Hann tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar.

Lokatölur 2-0 og Inter nú með 89 stig á toppnum.

Atalanta vann Empoli, 2-0. Mario Pasalic og Ademola Lookman gerðu mörkin og héldu vonum liðsins á lífi um að komast í Meistaradeild fyrir næstu leiktíð.

Bologna og Udinese gerðu 1-1 jafntefli á meðan Napoli gerði 2-2 jafntefli við Roma. Tammy Abraham jafnaði fyrir Roma undir lok leiks.

Nicolas Gonzalez skoraði þá tvisvar í 5-1 sigri Fiorentina á Sassuolo.

Úrslit og markaskorarar:

Atalanta 2 - 0 Empoli
1-0 Mario Pasalic ('42 , víti)
2-0 Ademola Lookman ('51 )

Bologna 1 - 1 Udinese
0-1 Martin Payero ('45 )
1-1 Alexis Saelemaekers ('78 )
Rautt spjald: Sam Beukema, Bologna ('64)

Fiorentina 5 - 1 Sassuolo
1-0 Riccardo Sottil ('17 )
2-0 Lucas Martinez ('54 )
2-1 Kristian Thorstvedt ('57 )
3-1 Nicolas Gonzalez ('58 )
4-1 Antonin Barak ('62 )
5-1 Nicolas Gonzalez ('66 )

Inter 2 - 0 Torino
1-0 Hakan Calhanoglu ('56 )
2-0 Hakan Calhanoglu ('60 , víti)
Rautt spjald: Adrien Tameze, Torino ('49)

Napoli 2 - 2 Roma
0-1 Paulo Dybala ('59 , víti)
1-1 Mathias Olivera ('65 )
2-1 Victor Osimhen ('84 , víti)
2-2 Tammy Abraham ('89 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 37 29 6 2 87 20 +67 93
2 Milan 37 22 8 7 73 46 +27 74
3 Bologna 37 18 14 5 54 30 +24 68
4 Juventus 37 18 14 5 52 31 +21 68
5 Atalanta 36 20 6 10 67 39 +28 66
6 Roma 37 18 9 10 64 44 +20 63
7 Lazio 37 18 6 13 48 38 +10 60
8 Fiorentina 36 15 9 12 55 42 +13 54
9 Torino 37 13 14 10 36 33 +3 53
10 Napoli 37 13 13 11 55 48 +7 52
11 Genoa 37 11 13 13 43 45 -2 46
12 Monza 37 11 12 14 39 49 -10 45
13 Verona 37 9 10 18 36 49 -13 37
14 Lecce 37 8 13 16 32 54 -22 37
15 Cagliari 37 8 12 17 40 65 -25 36
16 Frosinone 37 8 11 18 44 68 -24 35
17 Udinese 37 5 19 13 36 53 -17 34
18 Empoli 37 8 9 20 27 53 -26 33
19 Sassuolo 37 7 8 22 42 74 -32 29
20 Salernitana 37 2 10 25 29 78 -49 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner