Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mán 29. apríl 2024 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Aron ristarbrotinn - Frá í 12 vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson fór í morgun í myndatöku eftir að hafa þurft að yfirgefa völlinn þegar Vestri mætti HK í Bestu deildinni í gær.

Eiður er varnarmaður Vestra og tilkynnti félagið rétt í þessu að Eiður væri ristarbrotinn. Þar segir einnig að áætlað sé að endurhæfingin taki allt að 12 vikur.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 HK

„Okkur þykir leitt að tilkynna að varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er ristarbrotinn eftir grófa tæklingu í leik liðsins gegn HK í gær. Áætlað er að endurhæfingin taki allt að 12 vikur. Við sendum batakveðjur á Eið og hlökkum til að sjá hann á vellinum seinnipart móts," segir í tilkynningu Vestra.

Miðvörðurinn Eiður gæti því misst af næstu tíu leikjum Vestra í Bestu deildinni og hann mun einnig missa af bikarleiknum gegn KA.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
7.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
8.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner