Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   þri 30. apríl 2024 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Una Rós Unnarsdóttir (Grindavík)
Una Rós Unnarsdóttir.
Una Rós Unnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Margar góðar en það var extra erfitt að mæta Sísí Láru á miðjunni.
Margar góðar en það var extra erfitt að mæta Sísí Láru á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.
Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Anítudóttir Mcmillan.
Kristín Anítudóttir Mcmillan.
Mynd: HK
Sara Hrund Helgadóttir.
Sara Hrund Helgadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Bríet Rose Raysdóttir.
Bríet Rose Raysdóttir.
Mynd: Grindavík
Una í leik með Grindavík.
Una í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lengjudeild kvenna hefst næsta sunnudag og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara og fyrirliða fyrir mótið. Grindavík er spáð sjötta sæti deildarinnar.

Una Rós Unnarsdóttir spilar mikilvægt hlutverk í liði Grindavíkur en hún er ein af mörgum heimastelpum sem eru í liðinu. Una Rós, sem er fædd árið 2002, hefur spilað allann sinn feril með Grindavík og á alls að baki 115 KSÍ-leiki. Í þeim hefur hún skorað 23 mörk.

Í dag sýnir Una Rós á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Una Rós Unnarsdóttir

Gælunafn: Hef verið kölluð Unnsí en oftast bara Una

Aldur: Verð 22 ára í maí

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Minnir að fyrsti leikurinn minn hafi verið í byrjun árs 2017 á móti Gróttu, ekki mikið sem ég man nema að ég hefði geta skorað en einn samherji minn öskrað svo mikið á boltann að ég þorði ekki öðru en að gefa á hana og hún klúðraði.

Uppáhalds drykkur: Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Toyota auris

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Neighbours og Love island

Uppáhalds tónlistarmaður: Aron Can og Friðrik Dór

Uppáhalds hlaðvarp: Teboðið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram og tiktok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Bríet Rose Raysdóttir

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Hringi eftir eina”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Grótta

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Margar góðar en það var extra erfitt að mæta Sísí Láru á miðjunni.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þjálfarateymið okkar núna, Anton Ingi Rúnarsson og Milan Stefan Jankovic.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kristín Anítudóttir Mcmillan, gaman að spila með henni en óþolandi að spila á móti henni.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Sara Hrund Helgadóttir og Bentína Frímansdóttir, leit mikið upp til þeirra þegar ég var yngri

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Fram á heimavelli, 1-0 eftir að Jada skorar á 95. mínútu

Mestu vonbrigðin: Að falla niður í 2.deild 2019

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Grindvíkingarnir sem ég hefði vilja í liðið í fyrra eru komnir aftur, enn annars myndi ég vilja sjá Kristínu Anítudóttiur inn á vellinum í sumar í þeim gula

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Helga Rut og Júlía Rán eru báðar mjög efnilegar.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Frændi minn Sigurjón Rúnarsson fær þennan titil

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margar mjög fallegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Allir höstlerarnir í liðinu eru á föstu

Uppáhalds staður á Íslandi: Grindavík

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í leiknum á móti Víkingi síðasta sumar ætlaði Bríet að skalla boltann í vörninni en ákveður svo bara að slá boltann frekar með höndum. Hún gerði það alltaf þegar við vorum að halda bolta á lofti en gaf þarna aukaspyrnu á góðum stað. Það var mjög erfitt að hlægja ekki af þessu.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Já, spila alltaf í sama topp og borða alltaf það sama fyrir leiki

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist mikið með körfuboltanum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Enska var ekki mín sterkasta hlið

Vandræðalegasta augnablik: úff, margt sem pabbi hefur öskrað á mig inn á völlinn þegar honum finnst ég ekki vera að standa mig….

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Myndi velja Sigríði Emmu, Ásu og Bríeti. Emmu til að kvarta yfir hugmyndum sem ég myndi koma með til að koma okkur burt, Ásu til að vera þarna með okkur og heyra ekki hvað við erum að segja, síðan Bríeti til að láta okkur ekki leiðast.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi velja Tinnu Hrönn til að fara í Ísland got talent því hún kemur okkur oft á óvart með nýjum hæfileikum

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var í yngri landsliðum í körfubolta áður enn ég hætti

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Þuríður Ásta Guðmundsdóttir, sagði ekki orð í þrjá mánuði en eftir að hún byrjaði að tala þá hættir hún ekki.

Hverju laugstu síðast: örugglega að systir minni að ég væri í peysunni hennar

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: 60 metra hlaupin hjá Antoni

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Van Dijk hvað sé í gangi með Liverpool núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner