Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 12. september 2018 16:45
Elvar Geir Magnússon
Leið Stjörnunnar og Breiðabliks í úrslitaleikinn
Stjarnan lagði Fylki í 32-liða úrslitum.
Stjarnan lagði Fylki í 32-liða úrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hendrickx skoraði í sigri í Breiðholtinu.
Hendrickx skoraði í sigri í Breiðholtinu.
Mynd: Raggi Óla
Guðmundur Steinn skoraði þrennu gegn Þrótti.
Guðmundur Steinn skoraði þrennu gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Brynjólfur Darri reyndist hetja Blika í undanúrslitum.
Brynjólfur Darri reyndist hetja Blika í undanúrslitum.
Mynd: Raggi Óla
Á laugardagskvöld eigast við Breiðablik og Stjarnan í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst klukkan 19:15.

Breiðablik hefur einu sinni orðið bikarmeistari en liðið vann Fram eftir vítaspyrnukeppni 2009. Stjarnan hefur tvívegis komist í úrslitin en tapaði í bæði skiptin.

En hvernig var leið þessara tveggja liða í úrslitaleikinn að þessu sinni?

32-LIÐA ÚRSLIT:

Stjarnan 2 - 1 Fylkir
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('17, víti)
1-1 Jonathan Glenn ('20)
2-1 Ari Leifsson ('74, sjálfsmark)

Stjarnan mætti nýliðum Fylkis í hörkuleik í Garðabænum þar sem fimm gul spjöld fór á loft og eitt beint rautt.

Leiknir R. 1 - 3 Breiðablik
0-1 Hrvoje Tokic ('9)
0-2 Hrvoje Tokic ('56)
1-2 Aron Fuego Daníelsson ('82)
1-3 Jonathan Hendrickx ('90)

Breiðablik fór í heimsókn upp í Breiðholt og lék þar við Inkasso-lið Leiknis í hörkuleik þar sem heimamenn luku leik tíu. Hrvoje Tokic, sem fór í Selfoss um mitt sumar, skoraði tvö mörk.

16-LIÐA ÚRSLIT:

Stjarnan 5 - 0 Þróttur
1-0 Baldur Sigurðsson ('36 )
2-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('43 )
3-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('62 )
4-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('80 )
5-0 Hilmar Árni Halldórsson ('89 )

Inkasso-lið Þróttar var ekki nein fyrirstaða fyrir Garðbæinga og skoraði Guðmundur Steinn þrennu í leiknum.

Breiðablik 1 - 0 KR
1-0 Oliver Sigurjónsson ('5)

Blikar sigruðu lið KR-inga á Kópavogsvelli með marki Olivers Sigurjónssonar af 24 metra færi strax á 5. mín leiksins. Tvö rauð spjöld fóru á loft.

8-LIÐA ÚRSLIT:

Þór 1 - 2 Stjarnan
1-0 Ignacio Gil Echevarria ('110 )
1-1 Guðjón Baldvinsson ('116 )
1-2 Sölvi Snær Fodilsson ('118 )

Dramatíkin var svo sannarlega í hámarki þegar Stjarnan heimsótti Inkasso-lið Þórs en eftir að hafa lent undir í framlengingu tryggði Sölvi Snær Garðbæingum áfram.

Valur 1 - 2 Breiðablik
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen ('20 )
1-1 Sigurður Egill Lárusson ('51 )
1-2 Arnór Gauti Ragnarsson ('93 )

Blikar unnu leikinn 2-1 sigur gegn Íslandsmeisturum Vals. Sigurmarkið var flautumark Arnórs Gauta.

UNDANÚRSLIT:

Stjarnan 2 - 0 FH
1-0 Guðjón Baldvinsson ('44)
2-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('85)

Það var mikil stemning í Garðabæ þegar FH-ingar mættu í stórleik í undanúrslitum. Bitið var meira hjá heimamönnum sem unnu 2-0.

Breiðablik 2 - 2 Víkingur Ó. (Breiðablik vann í vítaspyrnukeppni)
0-1 Gonzalo Zamorano Leon ('32 )
1-1 Thomas Mikkelsen ('67 )
1-2 Davíð Kristján Ólafsson ('105 , sjálfsmark)
2-2 Brynjólfur Darri Willumsson ('120)

Allt stefndi í óvæntan sigur Inkasso-liðs Víkings frá Ólafsvík í framlengingu þegar hinn ungi Brynjólfur Darri skoraði dramatískt jöfnunarmark.

Vítaspyrnukeppnin
1-0 Thomas Mikkelsen skoraði
1-1 Emir Dokara skoraði
1-1 Michael Newberry klúðraði
1-1 Davíð Kristján Ólafsson klúðraði
2-1 Arnór Gauti Ragnarsson skoraði
2-1 Nacho Heras klúðraði
2-2 Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði
3-2 Kolbeinn Þórðarson skoraði
4-2 Damir Muminovic skoraði

Myndband frá Blikar TV - Leið Breiðabliks í úrslitaleikinn:


Fórst þú út á leik í enska boltanum á árinu 2024?
Athugasemdir
banner
banner
banner