Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fim 17. júlí 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Snoop Dogg að bætast við eigendahóp Swansea
Snoop Dogg er mjög hrifinn af íþróttum og er þekktur fyrir að mæta á körfuboltaleiki hjá Los Angeles Lakers, auk þess að vera iðinn við að kíkja á kappleiki í NHL og NFL deildunum meðal annars.
Snoop Dogg er mjög hrifinn af íþróttum og er þekktur fyrir að mæta á körfuboltaleiki hjá Los Angeles Lakers, auk þess að vera iðinn við að kíkja á kappleiki í NHL og NFL deildunum meðal annars.
Mynd: EPA
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Bandaríkjamaðurinn fjölhæfi Snoop Dogg, sem er þekktastur fyrir tónlistarferilinn sinn, sé að bætast við eigendahóp velska fótboltafélagsins Swansea City.

Swansea leikur í Championship deildinni og kynnti í vor að króatíska goðsögnin Luka Modric hefði bæst við eigendahóp félagsins með kaupum á hlut í því.

Snoop Dogg er heimsfrægur og með rétt tæplega 200 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Þar af eru tæplega 90 milljónir sem fylgja honum á Instagram.

Andy Coleman, Brett Cravatt og Jason Cohen, meirihlutaeigendur í Swansea, hafa verið að laða nýja fjárfesta að. Þeir eru spenntir fyrir að fá frægt fólk til liðs við sig í tilraun til að auka umfjöllun um liðið og stækka áhorfendahópinn.

Þeir vonast til að geta fjárfest í byrjunarliðinu með peningum sem fást frá fjárfestum í tilraun til að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir langa fjarveru. Swansea lék síðast í deild þeirra bestu tímabilið 2017-18 og féll eftir að Gylfi Þór Sigurðsson var seldur til Everton.
Athugasemdir
banner
banner