Bikarúrslitaleikurinn fer fram á laugardag en þá mætast Valur og Breiðablik. Stórleikurinn er að sjálfsögðu til umræðu í þætti dagsins.
Það er þéttsetið á Heimavellinum þessi misserin enda nóg um að vera. Landsliðskonurnar okkar eru að ganga til liðs við stórlið á meginlandinu, landsliðshópurinn er klár fyrir lokasprettinn á leiðinni á HM og bikarúrslitaleikurinn fer fram á laugardag. Þá er einnig nóg um að vera í öllum deildum hérlendis og komið að því að tilkynna um bestu leikmenn í öðrum þriðjungi Bestu deildarinnar. Gestir þáttarins að þessu sinni eru þau Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Lilja Dögg Valþórsdóttir og þátturinn er í boði Dominos, Heklu og Orku Náttúrunnar.
Á meðal efnis:
- Risa múv hjá BBÞ
- Bankið skilar sér í landsliðshóp
- Sjömarka Stjörnusamba
- Ekkert snooze hjá Selfyssingum
- Hausinn vann en hjálpaði hjálmurinn?
- Bestar í 2/3 Bestu deildar
- Dominos-bikarspurning
- Ólík staða í aðdraganda stórleiksins
- Áfram þarf Ási að púsla. Líkleg byrjunarlið í úrslitaleiknum
- Það má ekkert útaf bregða á toppnum í Lengjunni og 2. deild
- Þurfa U19 stelpurnar stærri hlutverk?
- Heklan stendur boltavaktina fyrir Austurland
- Þetta og margt fleira í þætti dagsins.
Hlustaðu hér að ofan, í gegnum hlaðvarpsveituna þína eða á Heimavöllurinn.is
Þátturinn er í boði Dominos, Heklu og Orku náttúrunnar.
Athugasemdir