Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mið 01. maí 2024 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Brighton ætlar að reyna við stjóra Ipswich ef De Zerbi fer
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton ætlar sér að reyna lokka Kieran Mckenna, stjóra Ipswich Town, til félagsins ef Roberto De Zerbi ákveður að fara í sumar. Þetta kemur fram í Guardian.

De Zerbi hefur verið orðaður við Chelsea og AC Milan síðustu daga, en fyrir nokkrum vikum var hann orðaður við Bayern München, Barcelona og Liverpool. Xavi tók ákvörðun um að fara áfram hjá Barcelona á meðan Bayern og Liverpool eru að skoða aðra möguleika.

Ef De Zerbi ákveður að hætta með Brighton í sumar og leita annað mun enska félagið reyna að fá Kieran McKenna, stjóra Ipswich Town.

McKenna er á góðri leið með að koma Ipswich upp í ensku úrvalsdeildina, en það yrði annað árið í röð sem hann kemst upp um deild með liðinu.

Norður-Írinn var áður í þjálfaraliði Manchester United en það var Ipswich sem gaf honum fyrsta alvöru giggið. Það gæti því reynst erfitt að sannfæra hann um að yfirgefa félagið, en Brighton mun samt láta á það reyna.

Ipswich er einu stigi frá ensku úrvalsdeildina eftir að liðið vann 2-1 sigur á Coventry í gær.
Athugasemdir
banner
banner