Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mið 01. maí 2024 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Carragher drakk átta bjóra og tók síðan viðtal við Sancho - „Hann er kominn í skammarkrókinn“
CBS-teymið
CBS-teymið
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho var fremur yfirvegaður í viðtalinu, annað en Carragher
Jadon Sancho var fremur yfirvegaður í viðtalinu, annað en Carragher
Mynd: EPA
Það er aldrei dauð stund hjá spekingunum á CBS Golazo og yfirleitt er það Jamie Carragher sem stelur fyrirsögnunum, eins og í kvöld, þegar hann tók viðtal við Jadon Sancho, leikmann Borussia Dortmund.

Sancho var einn af bestu mönnum Dortmund í 1-0 sigrinum á Paris Saint-Germain.

Eftir leikinn voru þeir Peter Schmeichel og Jamie Carragher á Signal Iduna Park að ræða um leikinn. Carragher hafði þá verið með stuðningsmönnum Dortmund og drukkið átta bjóra.

Hann var því ágætlega vel kenndur þegar hann kallaði á Sancho og bað hann um að koma í viðtal.

Carragher var heldur léttur og talaði af ástríðu um „Gula vegginn“, stuðningsmenn Dortmund, á meðan hann þreifaði á öxlum Sancho.

Micah Richards, Thierry Henry, Kate Abdo og Alessandro Del Piero gátu varla haldið hlátrinum inni á meðan þau fylgdust með Carragher í viðtalinu.

„Hann er kominn í skammarkrókinn,“ sagði Schmeichel stuttu síðar, en það var fjarri sannleikanum, því Carragher mætti aftur í mynd stuttu síðar í góðum gír.




Athugasemdir
banner