Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mið 01. maí 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýtur á KSÍ og ÍTF: Skrítið að það sé ekki búið að gera neinar ráðstafanir
Úr leiknum á sunnudag.
Úr leiknum á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í þá staðreynd að leikur liðsins gegn KR hafi farið fram á Meistaravöllum á sunnudagskvöld.

Völlurinn leit ekki vel út og er sýnilega talsvert frá toppstandi, eðlilega þar sem það er ekki einu sinni kominn maí.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik

„Við vissum alveg hvað við vorum að fara út í og það sást alveg á spilamennsku okkar að við ætluðum ekki að láta nappa okkur í því að vera spila bolta sem gæti verið mjög 'risky'. Við fórum mikið langt og tókum hann svo niður á ákveðnum svæðum og spiluðum honum. Mér fannst við gera það mjög vel, fannst menn gera það skynsamlega og það komu góðar sóknir á milli. Við þurftum að setja fyrsta bolta upp og reyna vinna annan áður en við fórum að spila honum. Við gerðum það bara vel," sagði Dóri.

„Völlurinn er náttúrulega ekki góður, en ég held að KR-ingar hafi gert allt sem þeir gátu og Maggi (vallarstjóri) gert allt sem hann gat til að hafa völlinn sem bestan."

„Mér finnst skrítið núna, þegar það er komið á þriðja ár þar sem mótið byrjar svona snemma, að KSÍ og ÍTF hafi ekki gert neinar ráðstafanir með vellina. Það er verið að spila í einhverjum æfingahöllum þar sem eru örfáir metrar uppi í loft (Akraneshöllin) og á svona grasvöllum. Það er búið að vera svissa á leikjum og allt þetta. Ég hefði viljað sjá okkur vera komna aðeins lengra en með þetta."

„En ég skil KR-inga 100% að vilja spila á sínum heimavelli. Það var gríðarleg stemning á vellinum í dag, húllumhæ frá því í hádeginu og að endingu frábær leikur fyrir áhorfendur. En það er samt skrítið þegar maður er búinn að æfa og spila við ákveðnar aðstæður allt undirbúningstímabilið að þurfa gjörbreyta öllum sínum áherslum fyrir stakan leik í 4. umferð mótsins,"
sagði Dóri.
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner