Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mið 01. maí 2024 14:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spartak Moskva sýnir Moyes áhuga
Mynd: EPA

Framtíð David Moyes hjá West Ham er í óvissu en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.


Hann hefur náð frábærum árangri með liðinu en hann bjargaði liðinu frá falli árið 2018 og hætti í kjölfarið en tók aftur við rúmu ári síðar. Síðan þá hefur hann m.a. unnið Sambandsdeildina með liðinu og náð frábærum árangri í ensku deildinni.

Tímabilið í ár hefur verið vonbrigði og hefur West Ham verið í viðræðum við aðra stjóra.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að rússneska félagið Spartak Moskva hefur sett sig í samband við Moyes en félagið myndi ekki þurfa að borga West Ham fyrir stjórann þar sem hann er að renna út á samningi. Moyes er hins vegar ekki tilbúinn í neinar viðræður þar sem hann er einbeittur á lokasprettinum með West Ham.

Liðið er í 8. sæti með 49 stig eftir 35 leiki en Newcastle er í sætinu fyrir ofan með 53 stig og á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner