Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
banner
   fim 02. maí 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Lengjudeildin
Ósvald Jarl Traustason er varafyrirliði Leiknis.
Ósvald Jarl Traustason er varafyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Hann er góður í því að 'drilla' sín lið'
'Hann er góður í því að 'drilla' sín lið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á þetta, spá er bara spá og við erum ekkert mikið að pæla í því. Við vitum alveg hvað við getum og markmiðið okkar er einfalt. Það er að gera betur en í fyrra. Það þýðir bara í raun og veru eitt," sagði Ósvald Jarl Traustason, leikmaður Leiknis, við Fótbolta.net á kynningarfundi Lengjudeildarinnar í vikunni.

Leiknir endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og fór í umspilið um sæti í Bestu deildinni en tapaði gegn Adtureldingu í undanúrslitum. Leikni er spáð 7. sætinu í sumar.

„Það kemur alveg pínu á óvart, viðurkenni það alveg, en við erum bara fullir tilhlökkunar að fara byrja og safna stigum."

„Veturinn hefur verið mjög fínn, við erum á betri stað en á sama tíma í fyrra. Leikirnir hafa verið ágætir."


Ósi, sem er 28 ára bakvörður, hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég er mjög fínn, hef haldist tiltölulega heill og er mjög spenntur."

„Það er búið að vera mikið af meiðslum í gegnum tíðina en ég virðist vera ná að halda mér heilum. Ég held þetta sé heppni, er búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina og núna er ég loksins smá heppni."


Leiknismenn munu mæta sínum fyrrum þjálfara Sigurði Höskuldssyni í sumar. „Ég hlakka mjög mikið til, það verður veisla. Hann er góður í því að 'drilla' sín lið."

Tímabilið hefst gegn Njarðvík á föstudaginn. „Sá leikur leggst mjög vel í mig. Ég hef ekki séð mikið af Njarðvík í vetur, en það er alltaf erfitt að spila við Njarðvík, alveg sama hvenær það er og á hvaða velli það er."

„Við verðum á gervigrasinu. Við reiknum með því að spila heimaleik númer tvö á grasinu,"
sagði Ósi.
Athugasemdir
banner
banner
banner