Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 03. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sænska undrabarnið sleit krossband - Líklega ekki meira með á þessu ári
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sænska undrabarnið Roony Bardghji verður líklega ekki meira með FCK á þessu ári eftir að hafa slitið krossband en þetta staðfesti félagið í gær.

Bardghji hefur farið hamförum með FCK og það á sínu þriðja tímabili með aðalliðinu, þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall.

Hann er með ellefu mörk í öllum keppnum á tímabilinu en spilar ekki meira eftir að hafa slitið krossband.

FCK greinir frá því að nú tekur við endurhæfing en hann verður líklega frá í níu til tólf mánuði.

Griðarlega svekkjandi fyrir sænska unglingalandsliðsmanninn, sem hefur síðustu mánuði verið orðaður við stærstu félög Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner