Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 03. maí 2024 13:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýtur á Stjörnuna - „Af hverju þá að óttast hann?"
Sigurbergur yfirgaf uppeldisfélagið í síðustu viku.
Sigurbergur yfirgaf uppeldisfélagið í síðustu viku.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér finnst þetta mjög skrítið fyrst þeir keyptu hann," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.

Þar var rætt um heiðursmannasamkomulag milli Fylkis og Stjörnunnar var rætt í tengslum við kaup Fylkis á Sigurbergi Áka Jörundssyni frá Stjörnunni. Fylkir og Stjarnan mættust í Bestu deildinni á mánudag.

Samkomulagið var á þá leið að Sigurbergur myndi ekki spila á móti Stjörnunni í deildarleik liðanna. Það er þekkt að þegar menn fara á láni milli félaga að þeir spili ekki gegn liðinu sem þeir eru samningsbundnir, en það er mjög sjaldgæft að samkomulag sé gert þegar menn eru keyptir.

Hann var keyptur á lokadegi félagaskiptagluggans og lék með Fylki gegn Hetti/Hugin í bikarnum en var ekki í leikmannahópnum gegn Stjörnunni.

Elvar Geir sagði svo sína skoðun á málinu. „Mér finnst það bara lélegt. Ef Stjarnan telur sig ekki hafa not fyrir hann innan sinna raða, af hverju eiga þeir þá að óttast hann og setja einhverja klásúlu um það að hann megi ekki spila á móti þeim? Ef hann er ekki nægilega góður fyrir þitt lið ekki þá hræðast hann og þú skalt bara vinna liðið sem er með hann innanborðs."

Sigurbergur er tvítugur miðvörður sem skrifaði undir samning út tímabilið 2027. Stjarnan hefur áður gert svona samkomulag því ef Fram hefði spilað Brynjari Gauta Guðjónssyni á móti Stjörnunni eftir að hafa keypt hann þaðan, þá hefði Fram þurft að græða Stjörnunni væna summu.
   27.07.2022 11:18
Samkomulag um að Brynjar Gauti spili ekki gegn Stjörnunni

Í Innkastinu var síðasta umferð gerð upp og er hægt að hlusta á þáttinn hér að neðan.
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner