Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 30. apríl 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
„Alvarlegra en við héldum í fyrstu“
Jannik Pohl.
Jannik Pohl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl hefur verið mikið á meiðslalistanum hjá Fram og lék aðeins átta leiki í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

Pohl er 28 ára og hefur sýnt gæði sín þegar hann hefur ekki verið á meiðslalistanum.

Hann lék gegn Vestra í 1. umferðinni á þessu tímabili en hefur ekki leikið síðan. Fyrst var skýringin sú að hann væri með þursabit en svo kom í ljós að meiðslin væru alvarlegri en það.

„Það er langt í hann. Þetta er alvarlegra en við héldum í fyrstu. Hann er í meðhöndlun, þetta gæti tekið mánuð eða tvo mánuði. Við vitum það ekki. Það er mjög erfitt að segja til um það," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir jafntefli gegn Val í gær.

„Vonandi verður það eitthvað fyrr því við söknum hans. Hann er með mikinn hraða og er frábær senter. Hann var frábær fyrir okkur í vetur."

Framarar hafa verið öflugir í byrjun móts í Bestu deildinni og eru með sjö stig í fjórða sæti að loknum fjórum umferðum.

Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Athugasemdir
banner
banner