Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   þri 30. apríl 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Del Bosque á að taka til hjá spænska sambandinu
Vicente del Bosque.
Vicente del Bosque.
Mynd: Getty Images
Vicente del Bosque, fyrrum landsliðsþjálfari Spánar, hefur verið gerður að formaður í nýrri nefnd sem spænska ríkisstjórnin setti saman og á að hafa umsjón með spænska fótboltasambandinu.

Ríkisstjórnin tekur yfir sambandið þar til kosinn verður nýr formaður í stað Luis Rubiales sem hrökklaðist frá völdum vegna kynferðislegrar áreitni og þvingandi hegðunar. Þá var hann handtekinn vegna ásakana um spillingu.

Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann spænska kvennalandsliðsins á munninn eftir sigur liðsins á HM í Ástralíu á síðasta ári.

Del Bosque er 73 ára og var þjálfari Spánar þegar það vann HM í fyrsta sinn 2010 og fylgdi því eftir með sigri á EM 2012. Þá vann hann átta titla sem stjóri Real Madrid, þar á meðal Meistaradildartitla 2000 og 2002.

FIFA hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu fótboltasambandsins og áhugavert að spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir sambandið til að hafa eftirlit með því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner