Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 30. apríl 2024 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes gæti skoðað sín mál í sumar - „Yrði ekki fyrr en eftir Evrópumótið“
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, útilokar ekki þann möguleika að fara frá félaginu í sumarglugganum en þetta sagði hann í viðtali við DAZN.

Portúgalinn hefur verið einn af bestu mönnum United á tímabilinu.

Hann hefur komið að 26 mörkum í öllum keppnum og verið gríðarlegt vopn sóknarlega frá því hann kom frá Sporting Lisbon fyrir fjórum árum.

Sir Jim Ratcliffe, nýr hluteigandi í Manchester United, mun hreinsa til í hópnum í sumar og ætlar Fernandes þá ekki að útiloka það að skoða sín mál eftir tímabilið. Það yrði þó ekki fyrr en eftir Evrópumót landsliða.

„Í augnablikinu er ég ekki að hugsa um aðra hluti. Þetta veltur ekki bara á mér er það nokkuð? Leikmaður verður alltaf að vilja að vera hér en á sama tíma þarf félagið að vilja halda leikmanninum. Ég finn það frá báðum hliðum og er ég ekkert að pæla of mikið í framtíðinni og sérstaklega þar sem þetta tímabil hefur ekki alveg verið á því stigi sem ég hafði vonast eftir, hvorki persónulega né sem heild til þessa.“

„Við gætum enn endað tímabilið á að vinna enska bikarinn og eftir það kemur upp mikilvægt Evrópumót. Ef ég þarf að hugsa um að yfirgefa ensku úrvalsdeildina, þá verður það ekki fyrr en eftir Evrópumótið, svona ef ég að vera hreinskilinn, því ekkert mun geta tekið einbeitingu mína frá úrslitaleik bikarsins og Evrópumótinu því í augnablikinu er ekkert mikilvægara en það,“
sagði Fernandes í lokin.
Athugasemdir
banner
banner