Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   þri 30. apríl 2024 10:40
Elvar Geir Magnússon
Mark Framarans unga vekur athygli í Danmörku - „Han er en målscorer af Guds nåde!“
Viktor Bjarki Daðason skoraði fyrir Fram í gær.
Viktor Bjarki Daðason skoraði fyrir Fram í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markið sem hinn fimmtán ára gamli Viktor Bjarki Daðason skoraði fyrir Fram í Bestu deildinni í gær, og tryggði liðinu jafntefli gegn Val, hefur vakið athygli í Danmörku.

Fjallað er um markið í Tipsbladet og fyrirsögnin vísar í ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Smelltu hér til að lesa grein Tipsbladet

Viktor verður sextán ára í sumar og mun þá ganga í raðir FC Kaupmannahafnar sem tryggði sér leikmanninn á síðasta ári.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

„Viktor er markaskorari af guðs náð og er með hæð, styrk og er að þroskast mikið. Það er ofboðslega sætt og gaman fyrir okkur að fá eitthvað út úr honum og sýnir honum að hann á fína framtíð fyrir sér ef hann heldur rétt á spöðunum," sagði Rúnar eftir leikinn í gær.

Í Innkastinu í gær var rætt um að Viktor fæddist daginn eftir að Fernando Torres tryggði spænska landsliðinu sigur á HM 2008.
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner