Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 30. apríl 2024 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Grótta í 16-liða úrslit eftir fimm marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Haukar 2 - 3 Grótta
1-0 Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir ('13 , Sjálfsmark)
1-1 Emily Amano ('31 )
1-2 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('45 )
1-3 María Lovísa Jónasdóttir ('53 )
2-3 Rakel Lilja Hjaltadóttir ('58 )

Grótta verður í pottinum á föstudag þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir að liðið vann 3-2 sigur á Haukum á BIRTU-vellinum á Ásvöllum í kvöld.

Gestirnir í Gróttu lentu undir á 13. mínútu eftir að Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir setti boltann í eigið net en liðið komst í 2-1 forystu áður en hálfleikurinn var úti þökk sé mörkum frá Emily Amano og Lovísu Davíðsdóttur Scheving.

María Lovísa Jónasdóttir gerði mikilvægt þriðja mark Gróttu snemma í síðari hálfleiknum. Rakel Lilja Hjaltadóttir hélt spennunni á lífi í leiknum með því að minnka muninn fyrir Hauka en fleiri urðu mörkin ekki.

Það er Grótta sem verður í pottinum í 16-liða úrslitum en þeir leikir fara fram helgina 18. - 19. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner