Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. október 2012 08:00
Frans Elvarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Lærdómsríkt tímabil
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að Keflavík en Frans Elvarsson gerir upp sumarið þeirra í pistli hér að neðan.



Ef ég ætti að setja tímabilið hjá okkur Keflvíkingum í eitt orð, þá væri það orð “Lærdómsríkt”. Margir voru að stíga sín fyrstu skref í úrvalsdeild og öðluðust mikla reynslu og ég tel aþð það hafi einnig verið gott fyrir þá að hafa nokkra reynslubolta sér við hlið til að leiðbeina.

Við byrjuðum undirbúninginn í nóvember og var allt á frekar léttum nótum fram að áramótum. Eftir áramót fengum við að spreyta okkur í þriðjudagsútihlaupum og þrekhring eftir þau, heiti potturinn var sjaldan betri en eftir þessi þriðjudagspúl.

Undirbúningsmótin fóru af stað, Fótbolta.net mótið gekk ekki vel hjá okkur í þetta skiptið en þar áttum við titil að verja, Lengjubikarinn gekk nokkuð vel og unnum við okkar riðil þar en féllum svo út í 8-liða úrslitunum.

Eftir undirbúningstímabilið og fína spilamennsku þar voru menn orðnir nokkuð bjartsýnir fyrir sumarið. Við ákváðum því að gerast stórtækir, fjáröflun gekk vel svo ákveðið var að kíkja í helgarferð til Víkur í Mýrdal. Þar var hópnum þjappað saman, Magnús Þór fékk þar viðurnefnið sitt Martröðin eftir erfiða nótt, menn fengu lánaðar lopapeysur tímabundið og kom það Ómari (Skjelli) í opna skjöldu þegar hann fékk háðsglósur frá heimamönnum vegna lítils hárvaxtar. Og að sjálfsögðu var æft vel, ungir-gamlir var tekinn og bæði lið unnu þar 1 leik.

Markmiðin fyrir tímabilið voru sett á Vík og nú var bara að bíða eftir að tímabilið myndi hefjast. Við fundum okkur þokkalega í byrjun móts, unnum nokkra góða sigra en vantaði smá stöðugleika. Mórallinn var öflugur, menn gengu óspart í Halla-bet og tískuvitund flestra batnaði af ótta við að þurfa að klæðast niðþröngum, gulum stuttbuxum, sniðnar fyrir konur á æfingu. því að það var refsingin fyrir að mæta illa klæddur á æfingu um helgar eða á helgidögum. En á miðju móti voru menn farnir að þekkja sín hlutverk í liðinu og við komumst á gott rönn og spiluðum fantagóðan fótbolta. Við fengum mörg tækifæri til að blanda okkur í baráttu um Evrópusæti en náðum því miður ekki að grípa þau nógu föstum tökum. Misstum einnig Gregor okkar í meiðsli en það var gríðarlega öflugur leikmaður. Síðan undir lokin vorum við farnir að missa ansi marga lykilmenn í leikbönn, meiðsli o.fl. og botninn datt aðeins úr þessu undir lok tímabils.

En einu markmiði náð sem var að gera betur en í fyrra og gerðum við það stigalega séð.

Liðið var þessi týpíska blanda af ungum og þessum reynslumeiri og tel ég að sú blanda hafi virkað vel hjá okkur. Gummi Steinars skoraði mörk í öllum regnbogans litum og ég tel að flestir geti verið sammála mér í því að það verður mikill missir fyrir íslenskan fótbolta ef að Guðmundur Steinarsson hættir og ég held að flestir voni að hann taki í það minnsta eitt tímabil í viðbót og það í Keflavík.

Jói B spilaði eins og 17 ára unglingur, var ekki að sjá að hann verði fertugur eftir 5 ár og í lok tímabils var hann verðlaunaður fyrir sína frammistöðu þar sem hann var valinn bestur á lokahófi okkar Keflvíkinga.

Kom einnig í ljós hve mikilvægur Halli fyrirliði er liðinu þegar hann var utan þess en hann er einn af þeim sem gerir flesta í kringum sig betri í fótbolta.

Síðan hélt Arnór Trausta í útrás til Noregs í Sandnes Ulf á láni og segir sig sjálft að það var mikill missir fyrir okkur þegar að maður sem er byrjunarliðsmaður í norsku úrvalsdeildinni var farinn frá okkur.

En ég vil þakka stuðninginn í sumar fyrir hönd leikmanna, PUMA JR. nýja stuðningsmannasveitin stóð sig hrikalega vel, gaman að sjá hann Kela Keflvíking á vellinum.

Einnig er hægt að minnast á það að það eru bjartir tímar framundan í sólugu Keflavík, fjárhagsstaðan orðin vænlegri og flestir í kringum klúbbinn stórhuga.

Með fótboltakveðju,
Fransvélin

Sjá einnig:
Skelfing kvíðnir
Ef og hefði
Hlaupabrettin voru annað heimili
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner