Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 03. október 2012 15:00
Matthías Örn Friðriksson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hlaupabrettin voru annað heimili
Matthías Örn Friðriksson
Matthías Örn Friðriksson
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistla hér á Fótbolta.net. Við byrjum á Grindvíkingum en Matthías Örn Friðriksson gerir upp sumarið þeirra í pistli hér að neðan.



Eftir að hafa bjargað sér naumlega frá falli í lokaumferðinni í fyrra voru menn staðráðnir að girða sig í brók og gera betur þetta árið. King Gaui var fenginn til til þess að snúa blaðinu við og var hann ekki lengi að leggja línurnar fyrir mönnum.

Eitthvað misskildu sumir alvarleika málsins og voru búnir að panta sér utanlandsferðir á miðju undirbúningstímabili við litla hrifningu þjálfarans...

Hlaupabrettin í World Class urðu okkar annað heimili í vetur og á tímabili var maður ekki viss hvort við værum að fara að keppa í fótbolta eða taka þátt í IronMan keppni. Sérstaklega gaman var þó að mæta á sunnudagsmorgnum eftir leiki og knúsa hlaupabrettið og skeiðklukkuna grautmyglaðir og ógreiddir..

En á endanum hafðist þetta og menn sögðu skilið við World Class og fengu loksins að lykta af nýslegnu grasinu. Tilhlökkunin var mikil og væntingarnar háar og byrjuðu menn af krafti með jafntefli við íslandsmeistara FH.

Eftir það lá leiðin þó lóðrétt niður á við og lítil sem engin var stigasöfnunin. Árlegi krísufundurinn í Bláa Lóninu var haldinn en hafði ekki tilætluð áhrif og mikil meiðsli hrjáðu mannskapinn.

Mórallinn var samt alltaf góður og reyndu menn eins og þeir gátu að peppa hvern annan upp og rífa liðið upp töfluna. Það tókst því miður ekki og ljóst er að verkefni næsta sumars verður að koma sér beint upp aftur í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner