Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 05. október 2012 09:00
Sveinbjörn Jónasson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Skelfing kvíðnir
Sveinbjörn Jónasson
Sveinbjörn Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Næstu daga munu leikmenn liða í Pepsi-deildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að Fram en Sveinbjörn Jónasson gerir upp sumarið þeirra í pistli hér að neðan.



Árið 2012 fór vel af stað fyrir Frammara. Liðið fór taplaust í gegnum undirbúningstímabilið að undanskildum úrslitaleiknum í deildarbikarnum sem tapaðist gegn KR. Niðurstaðan 2. sæti í deildarbikarnum og sigur í Reykjavíkurmótinu sem Daði „The Godfather“ Guðmundsson benti á sposkur á svip að „væri líklega fimmti stærsti bikarinn á Íslandi!“.

Frammistaða sumarsins var svo ekki alveg í takt við veturinn.. blablabla..

Í byrjun febrúar kom undirritaður í Safamýrina í fyrsta sinn og eftir að hafa kynnst fáu öðru en lífinu á togaranum og öðrum hreinum sveinum utan að landi sá maður strax nokkra kynlega kvisti í búningsklefanum, stórborgardrengi með skrautlega karaktera og vafasama fortíð.

Fljótlega áttaði maður sig á því að sólbrúni sláninn í vinstra horni búningsklefans væri einhvers konar skotspónn í liðinu, hann sá um að greiða skemmtanir meistaraflokksins í formi sekta þar sem hann annað hvort var klobbaður ítrekað í reit eða tókst að gleyma boltunum sem hann átti að sjá um að skiluðu sér á æfingu. Það var þó lítið vandamál þar sem að afi Hólmberts dróg hann að landi með því að keyra 20km vegalengd til að sækja boltana fyrir barnabarnið, kallaði Hólmbert svo pappakassa og grýtti boltunum inná gervigrasið í Úlfarsárdal þar sem æfingin fór fram og reykspólaði í burtu. Þess má geta að umræddur afi var sá eini sem náði 100% mætingarhlutfalli á æfingar í sumar.

Einnig sá maður snemma að Bosníska undrið naut óttablandinnar virðingar innan hópsins og stýrði sektarsjóðnum af gríðarlegri hörku og beitti aðferðum við innheimtu sem ekki einu sinni hafa sést í afdölum hinnar sálugu Júgóslavíu. Í Safamýrinni passaði svo Almarr íslenskufræðingur uppá að engar ambögur væri að finna í mállýsku leikmanna og 1000 króna sekt var fyrir að nota afturbeygð fornöfn í boðhætti. Einnig kom snemma í ljós að Bretar sjá ekki nokkra ástæðu til að fara í sturtu eftir æfingar.

Framdrengir eru gríðarlega duglegir að æfa aukalega fyrir og eftir æfingar og skiptist hópurinn iðullega í tvennt eftir æfingar. Fyrri hópurinn, Pottverjarnir, voru fljótir að fara í heita pottinn á trúnó-spjall eða ræða um hvort Davíð Odds réði í raun ekki öllu ennþá (tilfinningaverurnar). Annar hópurinn (tilfinningalausu vélmennin) var mjög duglegur og metnaðarfullur og þar útötuðu menn eins og Graðnaglinn, Ömmi landsliðs, Bjóri Hermann og Lenndogg sig í babyoil og unnu í strandvöðvunum.

Þegar leið á sumarið varð margur Frammarinn ansi skelfing kvíðinn. Sumir tala um að Bakkus sé djöfullin sjálfur.. þeir sem betur vita tala um kvíðann. Gummi Torfa, Pétur Ormslev og fleiri legend gerðu sér ferð út á æfingarsvæði, struku mönnum blítt um handarbakið og í gegnum hárið í von um að sefa kvíðann en ekkert gerðist. Samtök kvíðasjúklinga hittast á Háaleitisbraut á mánudagskvöldum og þar er margt um manninn og stemningin góð en þá er einnig iðullega leikdagur í Pepsi-deildinni svo okkar kvíðnustu menn gátu ekki mætt. Kvíðinn lék þó engann jafn grátt og Hólmbert. Captain Fantastic, Fluga Ormarsson og Stinnvélin urðu kvíðnir þegar enski boltinn drógst nær og nýttu allan frítíma sinn í ræða allar mögulegar leikstöður sem komið gætu upp enska boltanum í vetur með tilliti til Fantasy leiksins.

Óheppnasti maður sumarsins er Siglfirðingurinn Andri Sveinsson aka Driti Sveins aka Karlsílið. Boltinn virtist vera með segul að andliti eða hreðja svæði sveitapiltsins unga. Karlsílið lét þó engan bilbug á sér finna og gaf ekki þumlung eftir. Einkunnarorð Drita voru „Svona gerðum við þetta nú ekki á Sigló!“ eða „Þetta var nú mun betra á Sigló!“ þegar hann býsnaðist yfir tempói, gæðum eða uppsetningu æfinga.

Þegar tímabilið var að líða undir lok stálu háskalegar ísferðir og fallbaráttudraugurinn senunni en fallegasti leikmaður liðsins Sigurður Hrannar aka „The Virus“ orðaði þetta samt best þegar hann muldraði þungur í brún og myrkur í máli eftir eina æfinguna "Djöfull er ****** með stórt typpi, hvernig ætli það sé eiginlega í fullri reisn?".. en það er önnur saga.. og betri..

Sveinbjörn Jónasson

Sjá einnig:
Hlaupabrettin voru annað heimili
Ef og hefði
Athugasemdir
banner
banner