Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   fös 30. nóvember 2012 13:15
Magnús Már Einarsson
James Hurst: Fyrsti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni var ótrúlegur
Hurst í leik með ÍBV.
Hurst í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
James Hurst sló í gegn í hægri bakverðinum hjá ÍBV sumarið 2010 þegar hann var í láni hjá félaginu frá Portsmouth.

Hurst, sem var þá 18 ára, var í láni hjá Eyjamönnum fram í ágúst en þá fékk West Bromwich Albion hann í sínar raðir frá Portsmouth.

Í byrjun janúar 2011 spilaði Hurst síðan sinn fyrsta og eina leik í ensku úrvalsdeildinni til þessa en hann lék þá allan leikinn í 3-0 tapi WBA gegn Fulham á Craven Cottage.

,,Dvölin á Íslandi var fullkominn fyrir mig," sagði Hurst í stuttu spjalli við Fótbotla.net í vikunni.

,,Það hjálpaði mér að temja mér sigurhugarfar og ég er mjög þakkláttur fyrir dvölina þar."

Hurst fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum gegn Fulham. Roberto Di Matteo, þávarandi stjóri WBA, hrósaði Hurst fyrir leikinn en þrátt fyrir það fékk leikmaðurinn ekki fleiri tækifæri í ensku úrvalsdeildinni.

,,Fyrsti leikur minn í ensku úrvalsdeildinni var ótrúlegur. Ég er ánægður með að Roberto Di Matteo hafi gefið mér tækifærið þarna."

Hurst er ekki búinn að gleyma Eyjamönnum og hann segist hafa aðstoðað Heimi Hallgrímssyni, þáverandi þjálfara ÍBV, í fyrra.

,,Ég talaði síðast við þjálfarann hjá ÍBV á síðasta ári þegar ég var að gefa honum ráð um leikmenn frá Englandi," sagði Hurst sem er nýkominn aftur til WBA eftir lándsvöl hjá Birmingham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner